Þrettándasala Björgunarsveitar Hafnarfjarðar er opin fimmtudaginn 5. janúar frá 12:00-22:00 og föstudaginn 6. janúar frá 12:00-20:00. Þið finnið okkur við Hvaleyrarbraut 32 (ekið að Lónsbrautar megin).

Hlökkum til að sjá ykkur og takk fyrir stuðninginn :)

klettur


Kæru landsmenn!

Á morgun opnar flugeldasalan okkar, við verðum með þrjá sölustaði í ár.

Opnunartímar:

miðvikudagurinn 28. des frá kl. 10-22

fimmtudaginn 29. des frá kl. 10-22

föstudaginn 30. des frá kl. 10-22

Gamlársdag 31. des frá 9-16

Sölustaðir okkar eru:

Risaflugeldamarkaður í björgunarmiðstöðinni Kletti við Hvaleyrarbraut 32, aðkoma frá Lónsbraut.

sjá kort á ja.is

Í gamla björgunarsveitarhúsinu og gömlu slökkvistöðinni við Flatahraun 14.

sjá kort á ja.is

Í samstarfi við Hauka á bílastæðinu við Tjarnavelli.

sjá kort á ja.is


Nýliðakynningar Björgunarsveitar Hafnarfjarðar verða haldnar miðvikudaginn 31 ágúst og fimmtudaginn 1. september klukkan 20:00 í húsnæði sveitarinnar við Hvaleyrarbraut 32 (gengið inn Lónsbrautarmegin).
Í nýliðaþjálfun færð þú tækifæri á að byggja upp reynslu og þekkingu til að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni björgunarsveita.
Ef þú hefur áhuga á útivist, jeppamennsku, fjallamennsku, fjarskiptum, sjóbjörgun eða vélsleðum þá er þetta eitthvað sem þú vilt prófa. Nýliðastarfið er fyrir þá sem eru fæddir 1999 eða fyrr


Aðalfundur sveitarinnar verður haldinn þriðjudaginn 31. maí klukkan 18:30 í húsnæði sveitarinnar við Hvaleyrarbraut 32.
Dagskrá er samkvæmt lögum sveitarinnar.

Kveðja,
stjórn Björgunarsveitar Hafnarfjarðar


Komið þið sæl og gleðilegt ár, á morgun mánudag er sveitarfundur sem hefst kl 20.00. Á dagskrá er uppgjör úr fjáröflunum. Vetrarferð, fjáraflanir almennt, hvernig gekk að manna þær og svo framvegis, hugrenningar stjórnar á nýju ári, hvað er framundan, önnur mál úr sal.

Rúsínan í pylsuendanum er svo fyrirlestur sem Björn Oddsson mun halda um sprungukortin sem gerð eru fyrir alla stærstu jökla landsins. Hann mun fjalla um tilurð kortanna og hvar má nálgast þau, en aðal inntakið er hvernig þau nýtast best og notuð verða raunveruleg dæmi sem sýna hversu vel þau virka í raun.

Flottur fundur í farvatninu mætum öll hress og kát.
Kveðja stjórn


Nú höfum við opnað alla flugeldamarkaði okkar. Hér má sjá kort af okkar sölustöðum og upplýsingum um opnunartíma.

Annað kvöld munum við skjóta upp nokkrum vel völdum vörum fyrir utan sölustað okkar við Hvaleyrarbraut, ekið inn frá Lónsbraut.

Við höfum dregið út úr lukkunúmeraleiknum okkar og má finna vinningsnúmerin á sölustöðum okkar.


��