matarthattur-kjotsupa

Félagar athugið sunnudaginn 4. nóv kl. 14 er ætlunin að hittast og græja slatta af kjötsúpu. Kjötsúpan verður fryst fyrir komandi vetur og hægt að nýta hana í útköllum, ferðum og fleira.

Fátt gefur meiri kraft en alvöru íslensk kjötsúpa.

Nánar um viðburðinn á félagsvef okkar á Facebook.


Fluglinutaeki

Að kvöldi þriðjudags 16, október var Sjóflokkurinn okkar með námskeið fyrir alla félaga sem hét “Kennsla og notkun Fluglínutækja”. Námskeiðið var haldið fyrir utan höfuðstöðvar okkar, Klett.

Farið var í gegnum uppsetningu á fluglínutækjunum, notkun þeirra og helstu veikleika og styrkleika búnaðarins. Fluglínutæki er eitt af elstu björgunartækjum sem notað er í sjóbjörgun og teljum við afar nauðsynlegt að halda við þekkingu á notkun tækjanna og halda í hefðina að félagar deili reynslu sinni og þekkingu. Nauðsynlegt er að sem flestir kunni á þennann gamalgróna búnað og með námskeiðum sem þessu tryggjum við að þekking og reynsla viðhelst í sveitinni.

Mæting var mjög góð og var frábært að sjá áhuga þátttakenda. Björgunarsveitastarfið snýst fyrst og fremst um samvinnu og var það nákvæmlega það sem við gerðum og æfðum þetta kvöld.

Frábært kvöld með svo frábæru fólki. Sjóflokkur þakkar fyrir kvöldið!

Hér gefur að líta myndir af æfingunni, í opnu myndasafni á Facebook.

 

 

 


bsh adalfundarbodAðalfundur Björgunarsveitar Hafnarfjarðar verður haldinn í Kletti, Hvaleyrarbraut 32, Hafnarfirði – mánudaginn 19 mars 2018 kl. 19:00
kl. 19:00   Léttur kvöldverður
kl. 20:00  Aðalfundur
Dagskrá samkvæmt lögum félagsins

​Stjórn Björgunarsveitar Hafnarfjarðar


Eru þið búin að sækja ykkur flugelda fyrir þrettándann?
Flugeldasala Björgunarsveitar Hafnarfjarðar er opin í dag, laugardaginn 6. janúar til 22:00. Endilega kíkið við á Hvaleyrarbraut 32, Lónsbrautar meginn.

Hlökkum til að sjá ykkur og takk fyrir stuðninginn :)

Hér finnur þú okkur!


Í kvöld klukkan 19:00, 29. desember skjótum við upp frá Lónsbraut fyrir framan húsið okkar sem staðsett er á Hvaleyrarbraut 32 (Sjá mynd)
Allar vörur sem skotið verður upp eru til sölu á sölustöðum okkar.
Verið velkomin.klettur


Vertu m25991224_10155856471143614_822686831_oeð EINSTAKT jólatré
Björgunarsveit Hafnarfjarðar selur jólatré til að fjármagna björgunarstarfið. Þannig verða jólatrén okkar einstök, því þau bjarga – ef þú kaupir
– Þú færð einstakt jólatré hjá Björgunarsveit Hafnafjarðar á horni Flatahrauns og Reykjavíkurvegar, í Hvalshúsinu
Opið
mánudaga til föstudaga kl. 13.00 – 21.30
laugardaga og sunnudaga kl. 10.00 – 21.30


��