Keilir_24_11_2018

Laugardaginn 24. nóvember fóru ofur hressir og duglegir nýliðar úr N1 ásamt unglingadeildinni Björgúlf og nokkrum fullgildum félögum í gönguferð á Keili.

Farið var úr húsi klukkan 10:15 á laugardagsmorgunn í þvílíkri rjómablíðu. Þar sem veður var bjart og gott var útsýnið alla leiðina með eindæmum gott. Hópurinn kom tilbaka um 3 tímum síðar.

N1 eru þeir nýliðar sem hófu að starfa með sveitinni fyrr í haust, lengra komnir nýliðar svokallaðir N2 hófu hins vegar að starfa síðasta vetur.

Myndir frá Klöru Guðmundsdóttur hafa verið birtar á myndasíðu okkar á Facebook.


FB_IMG_1543608364872Miðvikudaginn 28. nóv síðast liðinn kl.19:30 flutti Bergur Einarsson, undanfari og Jökla-og jarðeðlisfræðingur fyrirlestur um veðurfræði. Fyrirlesturinn var haldinn í húsi okkar Björgunarmiðstöðinni Klett og var skyldunámskeið fyrir nýliða og áhugaverð upprifjun og umhugsunarefni fyrir aðra félaga.

Við þökkum Berg kærlega fyrir góðan og áhugaverðan fyrirlestur.

FB_IMG_1543608358687


logo.gifÚtkall barst í kvöld 30. nóv kl. 18:34 leit að týndum einstakling í höfuðborginni. Afturköllun barst stuttu síðar eða 18:50 áður en fyrstu hópar fóru úr húsi.


FB_IMG_1543606373732Það var vel mannaður og góður hópur göngumanna úr sveitinni sem lagði af stað í bítið á laugardag 24. nóvember síðast liðinn til þess að skoða Kattartjarnir (eða Katlatjarnir). Gangan hófst við Ölfusvatn og endaði í sundlauginni í Hveragerði.

“Leiðangursmenn voru að ég held flestir sammála um að gönguleiðin kom á óvart og var gríðarlega fjölbreytt og skemmtileg, og ekki skemmdi veðrið fyrir.” sagði Andri Johnsen leiðsögumaður hópsins að lokinni göngu.

Þá bætti hann við: “Þakka þeim sem mættu fyrir samveruna og frábæran dag á fjöllum (og takk kærlega fyrir skutlið Anna María).”

Þetta var síðasta gangan á þessu ári en hópurinn ætlar aftur af stað að lokinni fjáraflana törn desember mánaðar. 12. janúar 2019 verður farið yfir Gagnheiðarleið og forsvari hópsins er sem áður Andri Johnsen.

Myndir frá félaga okkar Berg Einarssyni hafa verið settar inn á myndasafn sveitarinnar á Facebook.


Sunnudagskvöldið 25. nóv barst sveitinni útkall kl. 21:45. Leitað var að týndum einstakling á höfuðborgarsvæðinu. Leitarhópar og sporhundahópur fóru úr húsi stuttu síðar og beint á boðaðan mætingarpunkt. Leit stóð yfir til klukkan 01:52 er leit var afturkölluð er viðkomandi fannst.


logo.gifFyrsta lægð vetrarins er nú gengin yfir. Föstudaginn 16. nóvember hafði veðurstofa gefið út viðvörun vegna væntanlegrar lægðar. 2 félagar úr BSH mættu í hús á hádegi og yfirfóru allan óveðursbúnað sveitarinnar, raðaði í kistur og setti búnað við bíla. Forsjálni þeirra að þakka var allt klárt þegar útkallið barst og útkallshópurinn gat brugðist við enn hraðar en ella.

Klukkan 18:17 boðaði Lögreglan á alla útkallsfæra félaga beiðni vegna óveðursaðstoðar en töluvert fok var á lausamunum í Hafnarfirði. BSH bað menn að vera vel búna að vanda: hjálmur á höfði, ljós, góðir vinnuvettlingar, pollagalli og stáltár skór. Sveitin mannaði nokkur verkefni að beiðni lögreglu ásamt félögum okkar í HSSG og kom að því að tryggja heilmikið af lausamunum. Félagar voru að störfum til klukkan 21:13 það kvöld en þá tók aðeins að lægja og fjörðurinn orðinn nokkuð tryggur.


��