Um Björgunarsveit
Hafnarfjarðar

Þann 26. febrúar 2000 sameinuðust Björgunarsveit Fiskakletts og Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði undir merki Björgunarsveitar Hafnarfjarðar. Við sameininguna varð til ein stærsta og öflugasta björgunarsveit landsins, búin fjölda tækja, mannskap og 50 ára sögu af björgunarstarfi að baki.

Björgunarsveit Hafnarfjarðar starfar innan Slysavarnafélagsins Landsbjargar og er ein af stofneiningum félagsins.

Kallmerki sveitarinnar er SPORI.

Sveitin starfar á flestum vettvöngum björgunarstarfs og býr sig þannig undir það að geta brugðist við hvers konar vá, hvort sem er á landi eða sjó. Starfsemina má deila niður í þrjá megin flokka: land-, sjó- og tækjaflokk. Hver starfar á sínu sviði og heldur utan um eigin dagskrá. Félagar sveitarinnar leggja mikið á sig til þess að halda sér, jafnt sem tækjum og búnaði í sem allra besta ástandi svo hægt sé að bregðast skjótt við þegar þörf skapast. Námskeið eru haldin reglulega svo og vinnukvöld og æfingar. Auk þess sækja félagar námskeið hjá Björgunarskóla Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Auk hefðbundiðs starfs björgunarsveita heldur Björgunarsveit Hafnarfjarðar hlífskyldi um Unglingadeildina Björgúlf og viðheldur þar af leiðandi 20 ára gamalli hefð sem er jafnframt mikilvægur hlekkur í sögu Hafnarfjarðar sem og sögu alls björgunarstarfs á Íslandi þar sem að Björgúlfur er ein elsta unglingadeild landsins.

Í stjórn sveitarinnar starfa 7 manns en auk þeirra tveir varamenn. Stjórnina skipa:

Gísli Johnesn, formaður                                     stjorn[hjá]spori.is

Sveinn Þorsteinsson , varaformaður                stjorn[hjá]spori.is

Anna María Daníelsdóttir, ritari                          stjorn[hjá]spori.is

Sigurður Magnússon, gjaldkeri                         stjorn[hja]spori.is

Óskar Aðalbjarnarson, vara gjaldkeri              stjorn[hjá]spori.is

Bryndís Ósk Björnsdóttir, meðstjórnandi          stjorn[hjá]spori.is

Haraldur Sigurðsson, meðstjórnandi               stjorn[hjá]spori.is

Kjartan Guðmundsson, varamaður                  stjorn[hjá]spori.is

Jón Þór Gunnarsson, varamaður                      stjorn[hjá]spori.is

Stjórnarfundir eru haldnir að jafnaði fyrsta og þriðja fimmtudag í mánuði frá september til loka maí.