Reglur

Almennar reglur Björgunarsveitar Hafnarfjarðar

1. Stjórn sveitarinnar skal sjá til að útkalls- og búnaðarskrá sé tiltæk lands- og svæðisstjórn. Meðlimir Björgunarsveitar Hafnarfjarðar eru sjálfir ábyrgir fyrir því að allar persónulegar upplýsingar um þá svo sem símanúmer og heimilisföng séu rétt og ber að tilkynna breytingar þar um til stjórnar.

2. Allir félagar á útkallsskrá Björgunarsveitar Hafnarfjarðar skulu sinna kvaðningu til leitar og björgunarstarfa tafarlaust, nema til komi eðlileg forföll, sem tekin eru gild. Koma skal forföllum til skila svo fljótt sem auðið er eftir að útkall berst.

3. Björgunarmaður ber að hlýða boðum stjórnenda sinna og leggja sig fram um að rækja hlutverk sitt sem best.

4. Björgunarsveitarmaður er ábyrgur fyrir eigin öryggi og má aldrei taka óarfa áhættu. Ávallt skal gæta fyllsta öryggis. Björgunarsveitarmanni ber aldrei skylda til að leggja sig í lífshættu.

5. Félögum Björgunarsveitar Hafnarfjarðar er skylt að gæta þagmælsku um atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu fyrir sveitina og leynt skulu fara. Þetta á einnig við um birtingu mynda af slysavetvangi. Félögum Björgunarsveitar Hafnarfjarðar bera að hlýta siðareglum Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

6. Stjórnendum sveitarinnar eða hópstjórum er heimilt að vísa björgunarsveitarfólki úr útkalli, leit eða aðstoð, séu þeir ekki útbúnir samkvæmt aðstæðum, ef um veikindi er að ræða, sé björgunarsveitarfólk undir áhrifum vímuefna eða að öðrum orsökum.

7. Fjölmiðlum skal vísa til stjórnanda sveitarinnar í aðgerð.

8. Þegar félagar eru í fatnaði merktum Björgunarsveit Hafnarfjarðar eða Slysavarnafélaginu Landsbjörg skal litið svo á að þeir séu í starfi fyrir sveitina.

9. Félögum Björgunarsveitar Hafnarfjarðar er óheimilt að mæta í starf sveitarinnar undir áhrifum áfengis eða öðrum vímuefnum.

10. Stjórn getur vísað mönnum úr starfi sveitarinnar tímabundið eða að fullu gerist þeir brotlegir við reglur sveitarinnar.

11. Telji björgunarmaður að hann sé órétti beittur að hálfu stjórnar getur sá aðilli vísað máli sínu til frekari úrlausnar á sveitarfundi. Ber honum þá að hlíta niðurstöðu fundarins.

12. Reglur þessar taka þegar gildi.

Hafnarfjörður, 26. maí 2008

Stjórn Björgunarsveitar Hafnarfjarðar