Nýliðaþjálfun 2016-2018

Nýliðaþjálfun 2016-2018, skemmtilegur og lærdómsríkur tími Eftir því sem árin liðu fór ég að sjá eftir því að hafa aldrei gengið til liðs við björgunarsveit. Í gegnum tíðina hafði ég stundað töluverða útivist og elskaði ævintýramennsku. Ég var í nokkuð góðu formi og sá því fram á að geta gefið Read more…

Sporhundar á ferð og flugi

Sporhundar sveitarinnar sjást á ferð og flugi um höfuðborgarsvæðið þessa dagana. Mikið er um æfingar en Þórir umsjónarmaður hundana og þjálfari æfir tíkurnar samviskusamlega til skiptis þó megnið af tíma hans fari í að byggja upp reynsluna hjá Urtu sem er yngri tíkin og eingöngu búin að sinna útköllum í Read more…

Gönguferð nýliða og unglingadeildar

Laugardaginn 24. nóvember fóru ofur hressir og duglegir nýliðar úr N1 ásamt unglingadeildinni Björgúlf og nokkrum fullgildum félögum í gönguferð á Keili. Farið var úr húsi klukkan 10:15 á laugardagsmorgunn í þvílíkri rjómablíðu. Þar sem veður var bjart og gott var útsýnið alla leiðina með eindæmum gott. Hópurinn kom tilbaka Read more…

Gönguferð Kattartjarnaleið

Það var vel mannaður og góður hópur göngumanna úr sveitinni sem lagði af stað í bítið á laugardag 24. nóvember síðast liðinn til þess að skoða Kattartjarnir (eða Katlatjarnir). Gangan hófst við Ölfusvatn og endaði í sundlauginni í Hveragerði. “Leiðangursmenn voru að ég held flestir sammála um að gönguleiðin kom á Read more…

Neyðarkall 2018

Nú er Neyðarkallasalan 2018 langt komin. Félagar í Björgunarsveit Hafnarfjarðar stóðu vaktina dagana 1.-3. nóvember síðast liðinn og seldu lyklakippuna Neyðarkall í öllum helstu verslunum í Hafnarfirði, salan gekk afar vel enda er okkur alltaf vel tekið af Hafnfirðingum. Í tilefni 90 ára afmælis Slysavarnarfélagsins Landsbjargar minnumst við liðinna tíma og Read more…

Fyrsta hjálp um liðna helgi

Fyrsta hjálp 1 og 2  var kennd um liðna helgi. Björgunarsveitin kom saman á Úlfljótsvatni og fór í gegnum tvö námskeið, Fyrstu hjálp 1 og 2.  Umsjón með helginni hafði Vigdís sem er ein af okkar reyndustu Fyrsta hjálpar manneskjum og leiðbeinandi í fræðunum. Nýir meðlimir fóru í gegnum námskeiðin Read more…

Ólafsskarðsvegur genginn

Laugardaginn 20. október gengu átta vaskir félagar Spora um Ólafsskarðsveg. Gangan hófst við Jósepsdal og endaði við Litlaland í Ölfusi. Leiðin er ekki erfið en hópurinn fékk slagveður á leiðinni og notaði m.a. skel til að leita skjóls fyrir veðrinu í nestipásu. Megin markmiðið var að njóta þess að ferðast saman um perlurnar í Read more…

Kjötsúpudagur vetrarins

Félagar athugið sunnudaginn 4. nóv kl. 14 er ætlunin að hittast og græja slatta af kjötsúpu. Kjötsúpan verður fryst fyrir komandi vetur og hægt að nýta hana í útköllum, ferðum og fleira. Fátt gefur meiri kraft en alvöru íslensk kjötsúpa. Nánar um viðburðinn á félagsvef okkar á Facebook.

Æfing í notkun fluglínutækja

Að kvöldi þriðjudags 16, október var Sjóflokkurinn okkar með námskeið fyrir alla félaga sem hét “Kennsla og notkun Fluglínutækja”. Námskeiðið var haldið fyrir utan höfuðstöðvar okkar, Klett. Farið var í gegnum uppsetningu á fluglínutækjunum, notkun þeirra og helstu veikleika og styrkleika búnaðarins. Fluglínutæki er eitt af elstu björgunartækjum sem notað er Read more…

Sporhundanámskeiði lokið

Perla að spora, mynd Alis Dobler Dagana 18.-20. apríl s.l. hélt BSH sporanámskeið fyrir hundamenn og teymi. Leiðbeinandi var Alis Dobler hundaþjálfari frá Sviss með menntun frá GAK9 í Bandaríkjunum. Námskeiðið var haldið í Hfn og nágrenni. 6 hundateymi tóku þátt og 4 áhorfendur voru með allan tímann auk þess Read more…