SAREX 2013

Á morgun sunnudaginn 1 september mun fjarskiptaflokkur Björgunarsveitar Hafnarfjarðar halda til Grænlands á æfingu. Þetta er sama æfing og flokkurinn fór á á síðasta ári. Hópurinn sem samanstendur af 5 manns og kemur hann til með að dreyfast á 2 staði það er Meistaravík og Elle eyja. En með okkur Read more…

Annasöm helgi hjá Björgunarsveit Hafnarfjarðar

Félagar sveitarinnar stóðu í ströngu síðastliðna helgi. Nýliðar fóru í vetrarferð þar sem gist var í snjóhúsum. Sleðaflokkur fór í æfingarferð í Bláfjöllum. Kristín og sporhundurinn Perla fóru á æfingu með leitarhundum SL á Ólafsfirði. Tveir meðlimir sjóflokks BSH voru á áhafnarnámskeiði björgunarskipa.  Einnig var  einn meðlimur sveitarinnar á fimm Read more…

Æfing í fyrstu hjálp

Í kvöld hélt sveitin stóra æfingu í leit og fyrstu hjálp á Hvaleyravatni. Alls mættu 19 björgunarmenn frá BSH, 6 björgunarmenn frá Hjálparsveit skáta Garðabæ og einnig komu 8 sjúklingar frá BSH að æfingunni. Æfingin gekk mjög vel, öllum var bjargað og allir mjög ánægðir með æfinguna.

Flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli

Laugardaginn 6. október síðastliðinn var haldin flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli á vegum ISAVIA. Björgunarsveit Hafnarfjarðar kom að æfingunni með ýmsum hætti, allt frá undirbúningi til loka æfingarinnar. Nýliðar tóku þátt í að farða leikarana ásamt því að leika sjúklinga sjálfir. Sjóflokkur sveitarinnar sá til þess að 100 leikarar væru vel nærðir Read more…

Bílaflokkur í æfingaferð

Síðastliðna helgi fóru fjórir meðlimir bílaflokks í æfingaferð ásamt bílaflokkum HSG, HSSR og HSSK. Mæting var við Olís í Norðlingaholti kl 9 á laugardagsmorgun og voru þá saman komnir 21 manns á 8 jeppum. Loks var farið af stað og stefnan tekin á Mýrdalsjökul. Farið var uppá jökulinn hjá Sólheimahjáleigu Read more…

Fagnámskeið í köfun

Köfunarhópur sveitarinnar sendi einn kafara á námskeið í köfun hjá björgunarskóla Landsbjargar nú á dögunum. Námskeiðið var um 60 klukkustunda langt og voru dagarnir því langir og krefjandi. Dagurinn byrjaði á því að búnaður var gerður klár og farið yfir verkefni dagsins en námskeiðið var haldið í húsnæði björgunarsveitarinnar Ársæls Read more…

Vélarvana bátar og námskeið

Sjóflokkur Björgunarsveitar Hafnarfjarðar hefur haft í nógu að snúast um helgina. Á laugardagskvöldi var óskað eftir aðstoð flokksins á þingvallavatn vegna vélarvana báts sem rak um vatnið. Slöngubátur sveitarinnar var gerður klár og bátastjórnendur tóku saman búnað fyrir verkefnið. Myrkur var á svæðinu og frekar kalt. Stuttu síðar var aðstoðin Read more…

Nóg um að vera hjá sveitinni þessa helgina

Um núliðna helgi var ýmislegt í gangi hjá Björgunarsveit Hafnarfjarðar. Sex einstaklingar eyddu helginni á Úlfljótsvatni þar sem grunnnámskeið Íslensku Alþjóðasveitarinnar fór fram. Fjórir sátu námskeiðið og höfðu mikið gaman af. Á námskeiðinu er farið í gegnum alla innri virkni Íslensku Alþjóðasveitarinnar auk þess sem að menn og konur fræðast Read more…

Köfunaræfing í Hafnarfjarðarhöfn.

Í kvöld stóð köfunarhópur sveitarinnar fyrir köfunaræfingu í höfinni við Björgunarskipið Einar Sigurjónsson. Æfingin hófst klukkan 8. Ásamt köfurum sveitarinnar mættu á svæðið kafarar frá Björgunarsveitinni Ársæli. 3 dúkkur voru settar útí og leitað að þeim. Aðstæður voru góðar, veður milt og enginn vindur. Á botninum var ekkert skyggni en Read more…