Sölusýning laugardaginn 29/12

Í kvöld kl. 20:30 verður sölusýning á flugeldum hjá Björgunarmiðstöðinni Klett, Hvaleyrarbraut 32, Lónsbrautarmegin. Skotið verður upp við Lónið. Þá erum við stolt að tilkynna að verð á flugeldum í ár eru þau sömu og í fyrra.  Félagar eru minntir á kaffisamsætið kl. 21:00 í boði Slysavarnadeildarinnar Hraunprýði á 3. Read more…

Ragnheiður pólfari

Þann 22. desember barst okkur bréf frá Suðurpólnum. Ragnheiður Guðjónsdóttir félagi í Björgunarsveit Hafnarfjarðar til margra ára og fyrrum formaður bílaflokks sendi okkur skeyti um að hún væri komin á Pólinn. Ragga er kjarnakona og er hún fyrsta íslenska konan til að keyra á Suðurpólinn, með 3000km að baki og nærri búin Read more…

Skemmtileg umfjöllun í bæjarblöðunum

Í aðdraganda hátíðinna er mikið um að vera í sveitinni einkum tengt fjáröflunum. Við rötum í fjölmiðla sem fjalla um starf okkar og fjáraflanir af einlægum áhuga og fjalla skemmtilega um starf okkar. Fyrr í vikunni fjallaði Mbl.is um jólatrjáasöluna og birtum við það hér neðar. Fjarðarpósturinn heimsótti okkur á Read more…

Jólatrjáasala desember 2018

Jólatrjáasala vetrarins er komin á fullt. Salan hófst miðvikudaginn 12. des á hádegi og stendur fram á Þorláksmessukvöld. Jólatrjáasalan er í Hval, á horni Flatahrauns/Reykjavíkurvegar, þar sem við höfum verið um árabil. Salan er starfrækt af sjálfboðaliðum sveitarinnar og með meðbyr frá velunnurum líkt og Hval ehf., Húsamiðjunni, Te & Read more…

Sporhundar á ferð og flugi

Sporhundar sveitarinnar sjást á ferð og flugi um höfuðborgarsvæðið þessa dagana. Mikið er um æfingar en Þórir umsjónarmaður hundana og þjálfari æfir tíkurnar samviskusamlega til skiptis þó megnið af tíma hans fari í að byggja upp reynsluna hjá Urtu sem er yngri tíkin og eingöngu búin að sinna útköllum í Read more…

Gönguferð nýliða og unglingadeildar

Laugardaginn 24. nóvember fóru ofur hressir og duglegir nýliðar úr N1 ásamt unglingadeildinni Björgúlf og nokkrum fullgildum félögum í gönguferð á Keili. Farið var úr húsi klukkan 10:15 á laugardagsmorgunn í þvílíkri rjómablíðu. Þar sem veður var bjart og gott var útsýnið alla leiðina með eindæmum gott. Hópurinn kom tilbaka Read more…

Veðurfræði fyrirlestur

Miðvikudaginn 28. nóv síðast liðinn kl.19:30 flutti Bergur Einarsson, undanfari og Jökla-og jarðeðlisfræðingur fyrirlestur um veðurfræði. Fyrirlesturinn var haldinn í húsi okkar Björgunarmiðstöðinni Klett og var skyldunámskeið fyrir nýliða og áhugaverð upprifjun og umhugsunarefni fyrir aðra félaga. Við þökkum Berg kærlega fyrir góðan og áhugaverðan fyrirlestur.