Archive for the “Almennt” Category

Áramótablað 2018 er farið í prent

Áramótablað 2018 er farið í prentun

Í aðdraganda hátíðinna er mikið um að vera í sveitinni einkum tengt fjáröflunum. Við rötum í fjölmiðla sem fjalla um starf okkar og fjáraflanir af einlægum áhuga og fjalla skemmtilega um starf okkar. Fyrr í vikunni fjallaði Mbl.is um jólatrjáasöluna og birtum við það hér neðar.

Fjarðarpósturinn heimsótti okkur á dögunum og fengu myndir úr starfi og tóku saman skemmtilega umfjöllun sem birt var á vef þeirra í dag: http://fjardarposturinn.is/utkall-fjorda-hvern-dag/  Þá var líka grein í prentuðu útgáfu blaðsins, blaðið er 47.tbl. 36.árg.

Guðni í Fjarðarfréttum kíkti einnig til okkar nýlega og tók viðtal við formann okkar Gísla Johnsen og fékk myndir bæði úr starfi og jólatrjáasölunni. Viðtalið er birt í Jólablaði Fjarðarfrétta, blaðið er 47. tbl, 16. árg.

Við erum þakklát báðum miðlum fyrir að sýna starfi okkar og fjáröflunum slíkan stuðning. Að sjálfsögðu bjóðum við öllum áhugasömum að fylgjast með daglegum rektri okkar á Facebook síðunni Björgunarsveit Hafnarfjarðar.

Okkar eigin árlega Áramótablað er þegar farið í prentun, 10.300 eintök,  og mun Pósturinn sjá um að dreifa blaðinu inn á hvert heimili og fyrirtæki í Hafnarfirði dagana 27.-28. des næst komandi. Ekki láta Áramótablð 2019 framhjá þér fara.

Comments Comments Off on Skemmtileg umfjöllun í bæjarblöðunum

logo.gifÚtkall barst í morgun 9:56, leit á höfuðborgarsvæðinu. Leitarhópur og sporhundahópur brugðust hratt við og fóru strax af stað. Hinn týndi kom í leitirnar innan hálftíma frá að útkall barst. Aðgerð var lokið 10:27.

Comments Comments Off on Útkall leit á höfuðborgarsvæðinu


jolatre_med_opnunartimaJólatrjáasala vetrarins er komin á fullt. Salan hófst miðvikudaginn 12. des á hádegi og stendur fram á Þorláksmessukvöld.

Jólatrjáasalan er í Hval, á horni Flatahrauns/Reykjavíkurvegar, þar sem við höfum verið um árabil. Salan er starfrækt af sjálfboðaliðum sveitarinnar og með meðbyr frá velunnurum líkt og Hval ehf., Húsamiðjunni, Te & Kaffi ásamt fleirum. Kaffi og kakó á könnunni og piparkökur til að gefa tóninn fyrir hátíðarnar.

Opnunartími einstöku jólatrjáasölunnar er:
Virka daga : 13:00 – 21:30
Laugardaga og sunnudaga : 10:00 – 21:30

Í desember fara fram fjáraflanir sveitarinnar fyrir komandi ár. Við seljum falleg, einstök jólatré í upphafi mánaðar og flugelda í lok árs. Þessar fjáraflanir sem og salan á Neyðarkallinu í nóvember er það sem heldur sveitinni útkallshæfri, sér okkur fyrir endurnýjun á búnaði og rekstri tækja okkar. Að sögn sveitarmeðlima er jólatrjáasalan ein skemmtilegasta fjáröflunin okkar því þátttakan fylli fólk af jólaanda og náungakærleik, þvílík jákvæð orka streymi frá viðskiptavinum okkar. Við erum Hafnfirðingum og öðrum nærsveitungum afar þakklát fyrir velvildina sem okkur er sýnd og meðbyrinn sem við finnum.

auglysing_jolatre

Við fengum óvæntan gest í söluna til okkar á föstudaginn þegar Forseti Íslands, Guðni Th, Jóhannesson, mætti ásamt fjölskyldu og valdi sitt jólatré. En Guðni er einmitt verndari Slysavarnafélagsins Landsbjargar og einn af okkar bakhjörlum. Krakkarnir voru kátir með tréð sem þau völdu með foreldrum sínum.

Félagi okkar Ómar Örn tók upp skemmtilegt myndband í jólatrjáasölunni um helgina sem sýnir vel hversu falleg einstöku trén eru í ár og hversu skemmtilegt börnunum þykir að koma og velja sitt eigið tré. Myndbandið má sjá hér á efnisveitu okkar á Facebook. Munið að smella “like” á okkur þar og fylgjast með fréttum úr starfi okkar.

Þá rötuðum við í fréttirnar en Morgunblaðið fjallaði um jólatrjáasölu í gærkvöldi.

Þið fáið einstakt jólatré í Hval, jólatrjáasölu Björgunarsveitar Hafnarfjarðar.

 

 

Comments Comments Off on Jólatrjáasala desember 2018

Sporhundur við vinnu Mynd frá Öskju

Sporhundur við vinnu
Mynd frá Öskju

Sporhundar sveitarinnar sjást á ferð og flugi um höfuðborgarsvæðið þessa dagana. Mikið er um æfingar en Þórir umsjónarmaður hundana og þjálfari æfir tíkurnar samviskusamlega til skiptis þó megnið af tíma hans fari í að byggja upp reynsluna hjá Urtu sem er yngri tíkin og eingöngu búin að sinna útköllum í örfáa mánuði. Eldri tíkin Perla er nú talin vera á hátindi miðað við aldur og reynslu okkar af endingu og nýtingu fyrri hunda. Báðar eru þær blóðhundar og innfluttar sérstaklega til leitar- og björgunarstarfa.

Svo íbúar Hafnarfjarðar og nágrannasveitarfélaga geta búist við að sjá hund með mann í eftirdragi rjúka framhjá sér hvenær sem er :-). Hundarnir eru auðþekktir enda einu blóðhundar landsins og Þórir þekkist auðveldlega á einkennisfatnaði björgunarsveitanna. Áhersla hjá Þóri er á innabæjarleitir þar sem áreitið er mikið og mikið um utanaðkomandi truflanir. Þetta reynir talsvert á athyglisgáfur og einbeitingu hundanna en blóðhundar eru mjög einbeittir í vinnu sinni og góðir í að leiða truflun hjá sér séu þeir rétt þjálfaðir. Stór hluti útkalla fyrir sporhundanna er einmitt innanbæjarleitir og því mikilvægt að þeir séu sterkir á þessu sviði.

Við þökkum fyrir alla tillitssemi og velvild sem við finnum fyrir í garð hundanna við æfingar. Tillit við hundana hjálpar til við æfingar og segir Þórir það aldrei vera vandamál að utanaðkomandi fólk komi og beinlínis trufli æfingarnar. Stundum þurfi hann til dæmis að koma in í anddyri fyrirtækja vegna þess að lyktin af hinum týnda hafi borist þar inn og fær hann alltaf hlýjar viðtökur þó stoppið sé iðulega örstutt.  Við bendum fólki á að vera vakandi fyrir þessu flotta hundateymi í umferðinni, einkum núna í myrkrinu og í jólaumferðinni sem vill þyngjast töluvert í desember.

Comments Comments Off on Sporhundar á ferð og flugi

Keilir_24_11_2018

Laugardaginn 24. nóvember fóru ofur hressir og duglegir nýliðar úr N1 ásamt unglingadeildinni Björgúlf og nokkrum fullgildum félögum í gönguferð á Keili.

Farið var úr húsi klukkan 10:15 á laugardagsmorgunn í þvílíkri rjómablíðu. Þar sem veður var bjart og gott var útsýnið alla leiðina með eindæmum gott. Hópurinn kom tilbaka um 3 tímum síðar.

N1 eru þeir nýliðar sem hófu að starfa með sveitinni fyrr í haust, lengra komnir nýliðar svokallaðir N2 hófu hins vegar að starfa síðasta vetur.

Myndir frá Klöru Guðmundsdóttur hafa verið birtar á myndasíðu okkar á Facebook.

Comments Comments Off on Gönguferð nýliða og unglingadeildar

FB_IMG_1543608364872Miðvikudaginn 28. nóv síðast liðinn kl.19:30 flutti Bergur Einarsson, undanfari og Jökla-og jarðeðlisfræðingur fyrirlestur um veðurfræði. Fyrirlesturinn var haldinn í húsi okkar Björgunarmiðstöðinni Klett og var skyldunámskeið fyrir nýliða og áhugaverð upprifjun og umhugsunarefni fyrir aðra félaga.

Við þökkum Berg kærlega fyrir góðan og áhugaverðan fyrirlestur.

FB_IMG_1543608358687

Comments Comments Off on Veðurfræði fyrirlestur