Gönguferð Kattartjarnaleið

Það var vel mannaður og góður hópur göngumanna úr sveitinni sem lagði af stað í bítið á laugardag 24. nóvember síðast liðinn til þess að skoða Kattartjarnir (eða Katlatjarnir). Gangan hófst við Ölfusvatn og endaði í sundlauginni í Hveragerði. “Leiðangursmenn voru að ég held flestir sammála um að gönguleiðin kom á Read more…

Neyðarkall 2018

Nú er Neyðarkallasalan 2018 langt komin. Félagar í Björgunarsveit Hafnarfjarðar stóðu vaktina dagana 1.-3. nóvember síðast liðinn og seldu lyklakippuna Neyðarkall í öllum helstu verslunum í Hafnarfirði, salan gekk afar vel enda er okkur alltaf vel tekið af Hafnfirðingum. Í tilefni 90 ára afmælis Slysavarnarfélagsins Landsbjargar minnumst við liðinna tíma og Read more…

Kjötsúpan er klár

Útkallshæfir félagar tóku sig til sunnudaginn 4. nóv síðast liðinn og hittust í húsi og útbjuggu risa skammt af kjötsúpu. Hópurinn hittist kl. 14 og skar niður hráefni í súpuna, sauð hana og pakkaði í hæfilega skammta. Kjötsúpan var síðan fryst fyrir komandi vetur og verður hægt að nýta hana í útköllum, Read more…

Útkall 3. nóv 2018

Rétt um kl. 1 í nótt, aðfaranótt laugardagsins 3. nóvember,  svaraði Björgunarsveit Hafnarfjarðar útkallsboði vegna birgðaskips sem var að stranda við Helguvík. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom 15 manna áhöfn og hafnsögumanni frá borði. Hlutverk okkar manna var að tryggja vettvang. Undir morgun var ljóst að lítið yrði aðhafst fyrr en í Read more…

Útkall 1. nóv 2018

Fimmtudaginn 1. nóv 2018 um kl. 16:12 barst útkall til Björgunarsveitar Hafnarfjarðar vegna lendingar flugvélar á Keflavíkurvelli. Flugvélin var með slökkt á öðrum hreyflinum. Fjöldi félaga svaraði boðinu enda voru margir þegar í vinnu fyrir sveitina við sölu á Neyðarkalli og því nær höfuðstöðvum en ella. Vélin lenti án vandkvæða Read more…

Fyrsta hjálp um liðna helgi

Fyrsta hjálp 1 og 2  var kennd um liðna helgi. Björgunarsveitin kom saman á Úlfljótsvatni og fór í gegnum tvö námskeið, Fyrstu hjálp 1 og 2.  Umsjón með helginni hafði Vigdís sem er ein af okkar reyndustu Fyrsta hjálpar manneskjum og leiðbeinandi í fræðunum. Nýir meðlimir fóru í gegnum námskeiðin Read more…

Ólafsskarðsvegur genginn

Laugardaginn 20. október gengu átta vaskir félagar Spora um Ólafsskarðsveg. Gangan hófst við Jósepsdal og endaði við Litlaland í Ölfusi. Leiðin er ekki erfið en hópurinn fékk slagveður á leiðinni og notaði m.a. skel til að leita skjóls fyrir veðrinu í nestipásu. Megin markmiðið var að njóta þess að ferðast saman um perlurnar í Read more…

Kjötsúpudagur vetrarins

Félagar athugið sunnudaginn 4. nóv kl. 14 er ætlunin að hittast og græja slatta af kjötsúpu. Kjötsúpan verður fryst fyrir komandi vetur og hægt að nýta hana í útköllum, ferðum og fleira. Fátt gefur meiri kraft en alvöru íslensk kjötsúpa. Nánar um viðburðinn á félagsvef okkar á Facebook.

Æfing í notkun fluglínutækja

Að kvöldi þriðjudags 16, október var Sjóflokkurinn okkar með námskeið fyrir alla félaga sem hét “Kennsla og notkun Fluglínutækja”. Námskeiðið var haldið fyrir utan höfuðstöðvar okkar, Klett. Farið var í gegnum uppsetningu á fluglínutækjunum, notkun þeirra og helstu veikleika og styrkleika búnaðarins. Fluglínutæki er eitt af elstu björgunartækjum sem notað er Read more…