Archive for the “Útkall” Category

logo.gifÚtkall barst í morgun 9:56, leit á höfuðborgarsvæðinu. Leitarhópur og sporhundahópur brugðust hratt við og fóru strax af stað. Hinn týndi kom í leitirnar innan hálftíma frá að útkall barst. Aðgerð var lokið 10:27.

Comments Comments Off on Útkall leit á höfuðborgarsvæðinu

logo.gifÚtkall barst í kvöld 30. nóv kl. 18:34 leit að týndum einstakling í höfuðborginni. Afturköllun barst stuttu síðar eða 18:50 áður en fyrstu hópar fóru úr húsi.

Comments Comments Off on Útkall 30. nóv 2018

Sunnudagskvöldið 25. nóv barst sveitinni útkall kl. 21:45. Leitað var að týndum einstakling á höfuðborgarsvæðinu. Leitarhópar og sporhundahópur fóru úr húsi stuttu síðar og beint á boðaðan mætingarpunkt. Leit stóð yfir til klukkan 01:52 er leit var afturkölluð er viðkomandi fannst.

Comments Comments Off on Útkall 25. nóv 2018, leit

logo.gifFyrsta lægð vetrarins er nú gengin yfir. Föstudaginn 16. nóvember hafði veðurstofa gefið út viðvörun vegna væntanlegrar lægðar. 2 félagar úr BSH mættu í hús á hádegi og yfirfóru allan óveðursbúnað sveitarinnar, raðaði í kistur og setti búnað við bíla. Forsjálni þeirra að þakka var allt klárt þegar útkallið barst og útkallshópurinn gat brugðist við enn hraðar en ella.

Klukkan 18:17 boðaði Lögreglan á alla útkallsfæra félaga beiðni vegna óveðursaðstoðar en töluvert fok var á lausamunum í Hafnarfirði. BSH bað menn að vera vel búna að vanda: hjálmur á höfði, ljós, góðir vinnuvettlingar, pollagalli og stáltár skór. Sveitin mannaði nokkur verkefni að beiðni lögreglu ásamt félögum okkar í HSSG og kom að því að tryggja heilmikið af lausamunum. Félagar voru að störfum til klukkan 21:13 það kvöld en þá tók aðeins að lægja og fjörðurinn orðinn nokkuð tryggur.

Comments Comments Off on Útkall 16. nóv 2018 vegna veðurs

logo.gifBSH barst útkall kl. 13:04 þann 8. nóv síðast liðinn. Sjóslys í Hvalfirði við Búðasand, kajak ræðari í vanda. Sveitin var beðin að senda af stað allar sjófærar bjargir. Útkallið varaði stutt en ræðarinn var kominn í land um tuttugu mínútum eftir að neyðarboð barst.

Comments Comments Off on Útkall 8. nóv 2018

logo.gifÚtkall barst sveitinni þriðjudaginn 6. nóv kl. 16:14.  Leit var að hefjast í Reykjavík að aðila sem saknað var. Útkallshæfir félagar í sveitinni brugðust hratt við og fóru meðal annars undanfarar, sporhundahópur og sérhæfðir leitarhópar úr húsi. Aðgerð var afturkölluð rétt fyrir klukkan hálf níu sama dag er viðkomandi fannst.

Comments Comments Off on Útkall 6. nóv 2018