Archive for the “Útkall” Category

logo.gifÚtkall barst sveitinni þriðjudaginn 6. nóv kl. 16:14.  Leit var að hefjast í Reykjavík að aðila sem saknað var. Útkallshæfir félagar í sveitinni brugðust hratt við og fóru meðal annars undanfarar, sporhundahópur og sérhæfðir leitarhópar úr húsi. Aðgerð var afturkölluð rétt fyrir klukkan hálf níu sama dag er viðkomandi fannst.

Comments Comments Off on Útkall 6. nóv 2018

mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Rétt um kl. 1 í nótt, aðfaranótt laugardagsins 3. nóvember,  svaraði Björgunarsveit Hafnarfjarðar útkallsboði vegna birgðaskips sem var að stranda við Helguvík. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom 15 manna áhöfn og hafnsögumanni frá borði. Hlutverk okkar manna var að tryggja vettvang. Undir morgun var ljóst að lítið yrði aðhafst fyrr en í birtingu og þegar veður lægði og voru okkar menn því sendir heim.
Nánar má lesa um atburði næturinnar á fréttamiðlum t.d. á RÚV.is, þá eru þar einnig athyglisverð myndskeið af vettvangi í fréttinni: http://www.ruv.is/frett/ekki-forsvaranlegt-ad-radast-i-adgerdir

Comments Comments Off on Útkall 3. nóv 2018

logo.gifFimmtudaginn 1. nóv 2018 um kl. 16:12 barst útkall til Björgunarsveitar Hafnarfjarðar vegna lendingar flugvélar á Keflavíkurvelli. Flugvélin var með slökkt á öðrum hreyflinum. Fjöldi félaga svaraði boðinu enda voru margir þegar í vinnu fyrir sveitina við sölu á Neyðarkalli og því nær höfuðstöðvum en ella. Vélin lenti án vandkvæða nokkrum mínútum eftir að útkall barst og fóru þá félagar aftur til vinnu eða á sölustaði eftir atvikum. Allt er gott sem endar vel.

Comments Comments Off on Útkall 1. nóv 2018

logo.gifÚtkall barst sveitinni þriðjudagskvöld 30. okt 2018, kl. 19:26. Leit var að hefjast í Reykjavík að aðila sem saknað var. Aðgerð var afturkölluð kl. 20:21 er viðkomandi kom í leitirnar.

Comments Comments Off on Útkall 30. okt 2018

Í gærnótt var Björgunarsveit Hafnarfjarðar kölluð út vegna týnds karlmanns í Hafnarfirði. Samtals tóku 28 björgunarsveitir og yfir 200 björgunarmanna þátt í aðgerðinni. Tóku um 40 meðlimir BSH þátt í leitinni þar af var eitt hundateymi, tveir bátahópar og og sex gönguhópar einnig voru þrír meðlimir BSH í svæðisstjórn. Leitinni lauk kl. 17:50 þegar maðurinn fannst heill á húfi.

Spori 1 og Spori 2

 

Comments Comments Off on Útkall F2-Gulur Leit að manni í Hafnarfirði

Spori 2 og Þorbjörn 1 aðstoða fastan bíl við djúpavatn. Mynd: Páll Ívar Rafnsson

Í kvöld kl. 19:40 var Björgunarsveit Hafnarfjarðar kölluð út til aðstoðar Björgunarsveitarinnar Þorbjörns úr Grindarvík. Þeir höfðu sjálfir verið í útkalli að leysa fastan bílaleigubíl við Djúpavatn þegar jeppinn hjá þeim affelgaðist. 4 félagar fóru á Spora 2 til aðstoðar með varadekk og góða skapið. Þegar dekkja vandamálin voru leyst aðstoðuðu félagar BSH svo Grindvíkingana við að leysa fasta bílinn og  héldu svo allir heim á leið.

 

Comments Comments Off on Útkall F3-Grænn Affelgaður Björgunarsveitarbíll