Archive for the “Fjáraflanir” Category

flugeldasala-2019-kortFlugeldasala Björgunarsveitar Hafnarfjarðar er komin á fullt skrið. Í ár erum við með þrjá sölustaði eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Okkur langar sérstaklega að bjóða ykkur velkomin á stærsta sölustaðinn okkar sem er á Hvaleyrabraut 32 (gengið inn Lónsbrautarmegin).

Flugeldasýning verður svo í kvöld kl 20.30 og verður skotið upp frá Hvaleyri. Gott áhorfendasvæði er merkt á kortinu og einnig lokunarsvæðin í kringum skotstaðinn í öryggisskyni, því öryggið er öllu mikilvægara þegar kemur að flugeldum. Við biðjum fólk að virða lokanirnar.

Einnig sést sýningin vel frá bílaplani okkar á Hvaleyrarbraut (Lónsbrautarmegin), Hvaleyrarbraut, Herjólfsgötu, Fjarðargötu og fleiri stöðum.

Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri.

flugeldasyning

Comments Comments Off on Flugeldasala

Í gærkvöldi voru vinningshafar í myndasamkeppni Áramótablaðs BSH 2018 dregnir út. Á hverju ári bjóðum við lesendum blaðsins að teikna og senda inn mynd, eftir lokun að kvöldi 30. des drögum við svo úr innsendum myndum 3 vinningshafa og voru verðlaunin í ár vegleg eða fjölskyldupakkinn Trausti og Skjótum rótum.

Í ár var ákveðið að draga af handahófi úr innsendum myndum, 3 fallegar myndir komu upp úr kössunum og var það fyrsta verk í morgun að hringja í vinningshafana:

Nökkvi 8 ára, teiknaði björgunarsveitamann með hund undir flugeldasýningu

Myndin frá Nökkva

Myndin frá Nökkva

Sólveig 12 ára, sendi flotta pennateikningu af stelpu með flugeldagleraugu og stjörnuljós undir flugeldasýningu

Myndin frá Sólveigu

Myndin frá Sólveigu

Ragna 9 ára, sendi mynd af flugeldatertum og fólki með stjörnuljós

Myndin frá Rögnu

Myndin frá Rögnu

Sólveig var ekki lengi að koma og sækja vinninginn, við óskum henni innilega til hamingju og óskum fjölskyldunni slysalausra áramóta.

Listamaður sækir verðlaunin

Listamaður sækir verðlaunin

Björgunarsveit Hafnarfjarðar þakkar fyrir þátttökuna í leiknum en eins og alltaf var myndum í tugatali skilað inn. Jafnframt hafa viðbrögð við blaðinu í ár verið góð og vonum við að allir finni þar eitthvað við sitt hæfi. Við þökkum samstarfið á árinu sem er að líða.

Listamaður sækir verðlaunin

Listamaður sækir verðlaunin

Listamaður sækir verðlaunin

Listamaður sækir verðlaunin

Comments Comments Off on Vinningshafar í Myndasamkeppni Áramótablaðs

Stóri Facebook gjafaleikurinn 2018

Vinningurinn í stóra Facebook gjafaleiknum 2018

Vinningshafinn í stóra Facebookleiknum okkar var dreginn út í morgun kl. 11. Það var glöð kona sem svaraði í símann og sagðist ætla að sprengja upp með stórfjölskyldunni sinni og barnabörnum.

Vinningshafinn, Ingibjörg Sigursteinsdóttir, var dreginn út með forritinu commentpicker.com

vinningshafi

Í vinning var risa stór gjafapakki að andvirði 79.500 kr sem innihélt:

  • Skjótum rótum
  • Trölli fjölskyldupakki
  • Gaflarinn, 42 skota terta
  • Þuríður sundafyllir, 25 skota terta
  • Miðnæturbomba
  • Kirkjubólsbrenna
  • Partýbyssa ásamt auka fylllingum

við óskum Ingibjörgu og fjölskyldu til hamingju og óskum þeim gleðilegs árs. Hún verður eflaust hrókur alls fagnaðar í sínu fjölskylduteiti annað kvöld.

Þökkum öllum kærlega þátttökuna og óskum ykkkur gleðilegra og slysalausra áramóta.
Upphaflega var tilkynning birt á FB-síðunni okkar.

Comments Comments Off on Vinningshafi í Facebook leik 2018

björgunarsveit Hafnarfjarðar (1)Í kvöld kl. 20:30 verður sölusýning á flugeldum hjá Björgunarmiðstöðinni Klett, Hvaleyrarbraut 32, Lónsbrautarmegin. Skotið verður upp við Lónið.

Þá erum við stolt að tilkynna að verð á flugeldum í ár eru þau sömu og í fyrra. 

Félagar eru minntir á kaffisamsætið kl. 21:00 í boði Slysavarnadeildarinnar Hraunprýði á 3. hæð.

Á Facebook síðu okkar er nú í gangi leikur með RISA flugeldapakka sem dregið verður úr í fyrramálið 30/12 kl. 11. Leikurinn er hér: https://www.facebook.com/bjorgunarsveit/

Við erum einnig í skemmtilegum Facebookleik í samstarfi við PEI og Hjálparsveit Skáta í Kópavogi, í vinning er stór gjafapakki. Leikurinn er hér: https://www.facebook.com/peigreidslur/

Comments Comments Off on Sölusýning laugardaginn 29/12

flugeldaFlugeldasala Björgunarsveitar Hafnarfjarðar 2018 fer fram dagana 28.-31. des. Árlega gefur sveitin út skemmtilegt blað þar sem sagt er frá starfi sveitarinnar undangengna mánuði. Blaðið er nú komið úr prentun og farið í póstdreifingu, blaðið ætti að detta inn um lúguna hjá öllum heimilum og fyrirtækjum í Hafnarfirði á morgun föstudaginn 28. desember. Margir hafa áhuga á blaðinu sem búa utan stór-Hafnarfjarðarsvæðisins og geta þeir glaðst því blaðið er einnig til í vefútgáfu og má nálgast það hér.

Flugeldasalan fer fram á 3 sölustöðum:
Björgunarmiðstöðin Klettur, Hvaleyrarbraut 32, neðri hæð (Lónsbrautar megin)
Gamla björgunarmiðstöðin/slökkvistöðin, Flatahraun 14
Sölustaður Vellir, Tjarnarvellir 1

Opnunartímar flugeldasölu verða:
föstudagur 28. des: frá kl. 10-22
laugardagur 29. des: frá kl. 10-22
sunnudagur 30. des: frá kl. 10-22
mánudagur, gamlársdagur, 31. des: frá kl. 9-16

Þrettándasalan verður í Kletti, björgunarmiðstöð 2 daga eftir áramót og eru opnunartímar sem hér segir:
5. jan frá kl. 14-22
6. jan frá kl. 10-20

Comments Comments Off on Flugeldablað 2018 – sjóðheitt úr prentun


jolatre_med_opnunartimaJólatrjáasala vetrarins er komin á fullt. Salan hófst miðvikudaginn 12. des á hádegi og stendur fram á Þorláksmessukvöld.

Jólatrjáasalan er í Hval, á horni Flatahrauns/Reykjavíkurvegar, þar sem við höfum verið um árabil. Salan er starfrækt af sjálfboðaliðum sveitarinnar og með meðbyr frá velunnurum líkt og Hval ehf., Húsamiðjunni, Te & Kaffi ásamt fleirum. Kaffi og kakó á könnunni og piparkökur til að gefa tóninn fyrir hátíðarnar.

Opnunartími einstöku jólatrjáasölunnar er:
Virka daga : 13:00 – 21:30
Laugardaga og sunnudaga : 10:00 – 21:30

Í desember fara fram fjáraflanir sveitarinnar fyrir komandi ár. Við seljum falleg, einstök jólatré í upphafi mánaðar og flugelda í lok árs. Þessar fjáraflanir sem og salan á Neyðarkallinu í nóvember er það sem heldur sveitinni útkallshæfri, sér okkur fyrir endurnýjun á búnaði og rekstri tækja okkar. Að sögn sveitarmeðlima er jólatrjáasalan ein skemmtilegasta fjáröflunin okkar því þátttakan fylli fólk af jólaanda og náungakærleik, þvílík jákvæð orka streymi frá viðskiptavinum okkar. Við erum Hafnfirðingum og öðrum nærsveitungum afar þakklát fyrir velvildina sem okkur er sýnd og meðbyrinn sem við finnum.

auglysing_jolatre

Við fengum óvæntan gest í söluna til okkar á föstudaginn þegar Forseti Íslands, Guðni Th, Jóhannesson, mætti ásamt fjölskyldu og valdi sitt jólatré. En Guðni er einmitt verndari Slysavarnafélagsins Landsbjargar og einn af okkar bakhjörlum. Krakkarnir voru kátir með tréð sem þau völdu með foreldrum sínum.

Félagi okkar Ómar Örn tók upp skemmtilegt myndband í jólatrjáasölunni um helgina sem sýnir vel hversu falleg einstöku trén eru í ár og hversu skemmtilegt börnunum þykir að koma og velja sitt eigið tré. Myndbandið má sjá hér á efnisveitu okkar á Facebook. Munið að smella “like” á okkur þar og fylgjast með fréttum úr starfi okkar.

Þá rötuðum við í fréttirnar en Morgunblaðið fjallaði um jólatrjáasölu í gærkvöldi.

Þið fáið einstakt jólatré í Hval, jólatrjáasölu Björgunarsveitar Hafnarfjarðar.

 

 

Comments Comments Off on Jólatrjáasala desember 2018