Archive for the “Fjarskiptaflokkur” Category

Neyðarkall 2018

Neyðarkall ársins

Nú er Neyðarkallasalan 2018 langt komin. Félagar í Björgunarsveit Hafnarfjarðar stóðu vaktina dagana 1.-3. nóvember síðast liðinn og seldu lyklakippuna Neyðarkall í öllum helstu verslunum í Hafnarfirði, salan gekk afar vel enda er okkur alltaf vel tekið af Hafnfirðingum.

Í tilefni 90 ára afmælis Slysavarnarfélagsins Landsbjargar minnumst við liðinna tíma og er kallinn klæddur í stíl fyrri tíma, gulan stakk og með broddstaf. Allar lyklakippur seldust upp hjá okkur rétt um kl. 15 á laugardeginum en vegna mikillar eftirspurnar höfum við pantað nokkra auka litla kalla og geta áhugasamir nálgast þá með því að hringja í 565-1500 eða senda okkur tölvupóst. Einnig fengum við tvær vinasveitir af landsbyggðinni í heimsókn og stóðu bæði Björgunarfélagið Blanda og Björgunarsveitin Strandasól með okkur á völdum stöðum.

Einng vorum við með stóra neyðarkallinn líkt og fyrri ár, sala á þeim hefur gengið vonum framar enda eigum við marga góða bakhjarla í fyrirtækjum bæði í Hafnarfirði og á höfuðborgarsvæðinu. Í ár sem endranær svöruðu Hafnfirðingar kallinu. Þeir sem vilja nálgast stóran neyðarkall mega hafa samband með tölvupósti á netfangið starfsmadur@spori.is

Fjáröflunin er sveitinni afar mikilvæg og stendur ásamt öðrum fjáröflunum undir árs rekstrarkostnaði einingarinnar. Þökkum kærlega stuðninginn og velviljann um helgina.

Við höfum sett nokkrar myndir í myndasafn inn á opna Facebook síðu sveitarinnar. Myndir eru stöðugt að bætast við safnið enda voru þetta skemmtilegir dagar.

Comments Comments Off on Neyðarkall 2018

 

Í dag var fjarskiptahópur Björgunarsveitar Hafnarfjarðar settur í viðbragðsstöðu vegna náttúruhamfaranna á Filippseyjum. Félagar í Björgunarsveit Hafnarfjarðar vinna nú hörðum höndum að því að undirbúa hugsanlegt útkall.

Gert er ráð fyrir að verkefni h
ópsins verði í tengslum við almannavarnasamstarf Evrópu.

Comments Comments Off on Fjarskiptahópur BSH í viðbragðsstöðu

Á morgun sunnudaginn 1 september mun fjarskiptaflokkur Björgunarsveitar Hafnarfjarðar halda til Grænlands á æfingu. Þetta er sama æfing og flokkurinn fór á á síðasta ári. Hópurinn sem samanstendur af 5 manns og kemur hann til með að dreyfast á 2 staði það er Meistaravík og Elle eyja. En með okkur fer Búðarhópur Hjálparsveit skáta í Reykjavík auk Tveimur frá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins og einum frá Landsbjörg. Þessi hópur flýgur með Hercules C-130 hervél frá bandaríkjunum til Meistaravíkur. Okkar hlutverk verður að halda uppi fjarskiptasambandi milli þessara tveggja staða og eins heim þetta er krefjandi verkefni þar sem fjöll eru há og djúpir dalir. Á þriðjudaginn koma svo 26 sjúklingar frá nokkrum sveitum þeir fara síðan til baka á miðvikudeginum. Á miðvikudeginum koma svo 8 fallhífarstökkvar frá Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík sem lenda í Elle eyju. Hópurinn mun síðan koma heim á föstudaginn 6 september reynslunni ríkari.

kveðja Fjarskiptahópur

Comments Comments Off on SAREX 2013

Félagi okkar og félagi í Íslensku alþjóðabjörgunarsveitinni (ÍA), Lárus Steindór Björnsson, er nú á leið til Filippseyja þar sem fellibylurinn Bopha gerði mikinn usla í síðustu viku. Lárus verður hluti af viðbragðsteymi Nethope, sem eru regnhlífarsamtök 37 stærstu hjálparsamtaka heimsins og sérhæfa sig í fjarskiptum og tölvutækni á skaðasvæðum. Mun teymið sjá um að koma fyrstu fjarskiptatækjunum á vettvang auk þess að framkvæma þarfagreiningu og meta aðstæður út frá fjarskiptasjónarmiði á þeim svæðum er verst urðu úti. Eftir fellibylinn hefur allt rafmagns- og fjarskiptakerfi á svæðinu legið niðri og reiknað er með að það geti tekið allt að einn mánuð að koma því aftur í gang. Eins og fólk í viðbragðsgeiranum þekkir eru fjarskipti undirstaða góðrar samhæfingar og stjórnunar aðgerða.

Lárus, sem starfar hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, er hluti af fjarskiptahópi BSH sem einnig sinnir fjarskiptamálum Íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar. Innan hópsins er mikil þekking og reynsla, m.a. frá ferð ÍA til Haiti árið 2010, sem sóst er eftir í alþjóðlegu hjálparstarfi. Þess má geta að í teyminu er einnig annar félagi BSH, Gísli Rafn Ólafsson, sem var einn af stjórnendum ÍA og starfar nú hjá Nethope.

Á Filippseyjum urðu yfir 5 milljón mans fyrir barðinu á fellibylnum Bopha þegar hann fór yfir landið í síðustu viku. Um 740 manns hafa þegar fundist látnir og tæplega 900 er enn saknað. Milli 250-350 þúsund manns hafa misst heimili sín og það mun taka marga mánuði og jafnvel ár að byggja aftur upp á þeim svæðum sem verst urðu úti.

Comments Comments Off on Lárus til Filippseyja í hjálparstarf

Nú þegar þetta er skrifað er sveitin í hvíld eftir átök gærdagsins. Góður árangur var af starfi sveitarinnar í gær þegar þrír einstaklingar björguðust úr rústum verslunarhúsnæðis í miðborg  Port-au Prince. Ljóst er að sveitinni bíða erfið verkefni næstu daga og því er það mikilvægt og jákvætt veganesti inn í þá vinnu að hafa náð góðum árangri í gær.

Mikið starf er unnið hér heima í baklandi sveitarinnar og hafa frá okkar hendi þar staðið vaktina þeir Dagbjartur og Ingólfur. Auk þeirra hafa fjölmargir sveitarmeðlimir komið að undirbúningi sem og útkallsferlinu öllu.

Mikið er af fréttum af starfi sveitarinnar og vill ég benda fólki á vefsíðu þar sem haldið er utan um þessi atriði auk fleiri hluta.

Við sendum fólkinu okkar baráttu kveðjur.

Tengill á upplýsingasíðu.

http://www.facebook.com/pages/Albjodabjorgunarsveit-SL-ICE-SAR/283292745069?v=wall&ref=mf

 

Comments Comments Off on Alþjóðasveitin stendur í ströngu á Haíti!