Archive for the “Landflokkur” Category

Neyðarkall 2018

Neyðarkall ársins

Nú er Neyðarkallasalan 2018 langt komin. Félagar í Björgunarsveit Hafnarfjarðar stóðu vaktina dagana 1.-3. nóvember síðast liðinn og seldu lyklakippuna Neyðarkall í öllum helstu verslunum í Hafnarfirði, salan gekk afar vel enda er okkur alltaf vel tekið af Hafnfirðingum.

Í tilefni 90 ára afmælis Slysavarnarfélagsins Landsbjargar minnumst við liðinna tíma og er kallinn klæddur í stíl fyrri tíma, gulan stakk og með broddstaf. Allar lyklakippur seldust upp hjá okkur rétt um kl. 15 á laugardeginum en vegna mikillar eftirspurnar höfum við pantað nokkra auka litla kalla og geta áhugasamir nálgast þá með því að hringja í 565-1500 eða senda okkur tölvupóst. Einnig fengum við tvær vinasveitir af landsbyggðinni í heimsókn og stóðu bæði Björgunarfélagið Blanda og Björgunarsveitin Strandasól með okkur á völdum stöðum.

Einng vorum við með stóra neyðarkallinn líkt og fyrri ár, sala á þeim hefur gengið vonum framar enda eigum við marga góða bakhjarla í fyrirtækjum bæði í Hafnarfirði og á höfuðborgarsvæðinu. Í ár sem endranær svöruðu Hafnfirðingar kallinu. Þeir sem vilja nálgast stóran neyðarkall mega hafa samband með tölvupósti á netfangið starfsmadur@spori.is

Fjáröflunin er sveitinni afar mikilvæg og stendur ásamt öðrum fjáröflunum undir árs rekstrarkostnaði einingarinnar. Þökkum kærlega stuðninginn og velviljann um helgina.

Við höfum sett nokkrar myndir í myndasafn inn á opna Facebook síðu sveitarinnar. Myndir eru stöðugt að bætast við safnið enda voru þetta skemmtilegir dagar.

Comments Comments Off on Neyðarkall 2018

44932883_10156982672797160_2468341696698515456_n

Fyrsta hjálp 1 og 2  var kennd um liðna helgi. Björgunarsveitin kom saman á Úlfljótsvatni og fór í gegnum tvö námskeið, Fyrstu hjálp 1 og 2.  Umsjón með helginni hafði Vigdís sem er ein af okkar reyndustu Fyrsta hjálpar manneskjum og leiðbeinandi í fræðunum. Nýir meðlimir fóru í gegnum námskeiðin í fyrsta sinn og góður fjöldi  eldri meðlima kom með og tók endurmenntun, sátu valda fyrirlestra og hjálpuðu til með undirbúning, eldamennsku og verklegar æfingar. Vel var við hæfi vegna tímasetningar að hafa Halloweenþema og skemmtu félagar sér konunglega. Kærar þakkir til allra sem hjálpuðu við undirbúning og við kennslu og umsjón námskeiðsins.

Fleiri myndir má finna á myndasafni sveitarinnar á Facebook.

Comments Comments Off on Fyrsta hjálp um liðna helgi

Björgunarsveit Hafnarfjarðar fékk í dag úthlutaðan veglegan styrk Samfélagssjóði Valitors.

Leitarhópur sveitarinnar sótti um styrkinn fyrir sérhæfðri leitarkistu sem mun gagnast hópnum vel og mikið í bæði útköllum og æfingum. Í leitarkistu sem þessari eru meðal annars leitarljós af ýmsum gerðum, GPS tæki, efni í einn vita, kort, flautur, sporrakningarflögg, áttaviti og neyðarblys svo eitthvað sé nefnt.

Styrkur sem þessi mun koma hópnum og sveitinni allri mjög vel.

Án styrkja gæti sveitin varla starfað líkt og hún gerir í dag

Comments Comments Off on Styrkur úr Samfélagssjóði Valitor

Síðastliðinn föstudag voru Undanfarar og snjótæki kölluð út vegna slyss í botnsúlum fóru 9 manns á 3 bílum með 4 vélsleða að auki voru 3 í hússtjórn.

Einnig komu slökkvilið höfuðborgarsvæðisins , þyrla gæslunar og sérsveit ríkislögreglstjóra að aðgerðinni ásamt fleiri sveitum á svæði 1. þurfti að bera manninn niður dálítin spotta að þyrlunni sem fór með manninn á landsspítalann.

Sleðamaður á ferð (Mynd BSH)

 

 

Comments Comments Off on Útkall F2 Gulur- Slys í Botnsúlum

Björgunarhetjur að störfum í kvöld

Í kvöld hélt sveitin stóra æfingu í leit og fyrstu hjálp á Hvaleyravatni. Alls mættu 19 björgunarmenn frá BSH, 6 björgunarmenn frá Hjálparsveit skáta Garðabæ og einnig komu 8 sjúklingar frá BSH að æfingunni. Æfingin gekk mjög vel, öllum var bjargað og allir mjög ánægðir með æfinguna.

Comments Comments Off on Æfing í fyrstu hjálp

Björgunarsveit Hafnarfjarðar fékk boð um slasaðan mann í Esjunni fyrir ofan Stein. Maðurinn hafði hrasað og runnið niður klettabelti um 60 metra leið.
Tveir undanfarar fóru af stað frá okkur ásamt tveimur bílstjórum. Allar sveitir á höfuðborgarsvæðinu voru boðaðar út og voru þær komnar upp í Esju á leið til mannsins þegar þyrla Landhelgisgæslunnar kom. Þrátt fyrir leiðindaveður og lítið skyggni náðu þeir að síga eftir manninum og flytja hann til aðhlynningar á Landspítalann í Reykjavík.

Comments Comments Off on Útkall F2 Gulur – slys í fjalllendi