Archive for the “Sjúkrahópur” Category

44932883_10156982672797160_2468341696698515456_n

Fyrsta hjálp 1 og 2  var kennd um liðna helgi. Björgunarsveitin kom saman á Úlfljótsvatni og fór í gegnum tvö námskeið, Fyrstu hjálp 1 og 2.  Umsjón með helginni hafði Vigdís sem er ein af okkar reyndustu Fyrsta hjálpar manneskjum og leiðbeinandi í fræðunum. Nýir meðlimir fóru í gegnum námskeiðin í fyrsta sinn og góður fjöldi  eldri meðlima kom með og tók endurmenntun, sátu valda fyrirlestra og hjálpuðu til með undirbúning, eldamennsku og verklegar æfingar. Vel var við hæfi vegna tímasetningar að hafa Halloweenþema og skemmtu félagar sér konunglega. Kærar þakkir til allra sem hjálpuðu við undirbúning og við kennslu og umsjón námskeiðsins.

Fleiri myndir má finna á myndasafni sveitarinnar á Facebook.

Comments Comments Off on Fyrsta hjálp um liðna helgi

Björgunarhetjur að störfum í kvöld

Í kvöld hélt sveitin stóra æfingu í leit og fyrstu hjálp á Hvaleyravatni. Alls mættu 19 björgunarmenn frá BSH, 6 björgunarmenn frá Hjálparsveit skáta Garðabæ og einnig komu 8 sjúklingar frá BSH að æfingunni. Æfingin gekk mjög vel, öllum var bjargað og allir mjög ánægðir með æfinguna.

Comments Comments Off on Æfing í fyrstu hjálp

Laugardaginn 6. október síðastliðinn var haldin flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli á vegum ISAVIA.
Björgunarsveit Hafnarfjarðar kom að æfingunni með ýmsum hætti, allt frá undirbúningi til loka æfingarinnar. Nýliðar tóku þátt í að farða leikarana ásamt því að leika sjúklinga sjálfir. Sjóflokkur sveitarinnar sá til þess að 100 leikarar væru vel nærðir fyrir, á meðan og eftir æfinguna. Að lokum sendi sveitin 4 björgunarmenn á æfinguna sjálfa sem allir höfðu mikið gagn og gaman af. Ásamt því að bjarga tóku þeir virkan þátt í undirbúningi eins og slysaförðun og framreiðslu matar.
Þetta var stórt og viðamikið verkefni sem kom inn á marga þætti sveitarinnar og stóð okkar fólk vaktina í allt að 10 tíma. Skemmtilegur dagur sem við lærðum mikið af.

Mynd: Vigdís B. Agnarsdóttir

Mynd: Vigdís B. Agnarsdóttir

Comments Comments Off on Flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli