Archive for the “Undanfarar” Category

FB_IMG_1543608364872Miðvikudaginn 28. nóv síðast liðinn kl.19:30 flutti Bergur Einarsson, undanfari og Jökla-og jarðeðlisfræðingur fyrirlestur um veðurfræði. Fyrirlesturinn var haldinn í húsi okkar Björgunarmiðstöðinni Klett og var skyldunámskeið fyrir nýliða og áhugaverð upprifjun og umhugsunarefni fyrir aðra félaga.

Við þökkum Berg kærlega fyrir góðan og áhugaverðan fyrirlestur.

FB_IMG_1543608358687

Comments Comments Off on Veðurfræði fyrirlestur

FB_IMG_1543606373732Það var vel mannaður og góður hópur göngumanna úr sveitinni sem lagði af stað í bítið á laugardag 24. nóvember síðast liðinn til þess að skoða Kattartjarnir (eða Katlatjarnir). Gangan hófst við Ölfusvatn og endaði í sundlauginni í Hveragerði.

“Leiðangursmenn voru að ég held flestir sammála um að gönguleiðin kom á óvart og var gríðarlega fjölbreytt og skemmtileg, og ekki skemmdi veðrið fyrir.” sagði Andri Johnsen leiðsögumaður hópsins að lokinni göngu.

Þá bætti hann við: “Þakka þeim sem mættu fyrir samveruna og frábæran dag á fjöllum (og takk kærlega fyrir skutlið Anna María).”

Þetta var síðasta gangan á þessu ári en hópurinn ætlar aftur af stað að lokinni fjáraflana törn desember mánaðar. 12. janúar 2019 verður farið yfir Gagnheiðarleið og forsvari hópsins er sem áður Andri Johnsen.

Myndir frá félaga okkar Berg Einarssyni hafa verið settar inn á myndasafn sveitarinnar á Facebook.

Comments Comments Off on Gönguferð Kattartjarnaleið

Síðastliðinn föstudag voru Undanfarar og snjótæki kölluð út vegna slyss í botnsúlum fóru 9 manns á 3 bílum með 4 vélsleða að auki voru 3 í hússtjórn.

Einnig komu slökkvilið höfuðborgarsvæðisins , þyrla gæslunar og sérsveit ríkislögreglstjóra að aðgerðinni ásamt fleiri sveitum á svæði 1. þurfti að bera manninn niður dálítin spotta að þyrlunni sem fór með manninn á landsspítalann.

Sleðamaður á ferð (Mynd BSH)

 

 

Comments Comments Off on Útkall F2 Gulur- Slys í Botnsúlum

Björgunarsveit Hafnarfjarðar fékk boð um slasaðan mann í Esjunni fyrir ofan Stein. Maðurinn hafði hrasað og runnið niður klettabelti um 60 metra leið.
Tveir undanfarar fóru af stað frá okkur ásamt tveimur bílstjórum. Allar sveitir á höfuðborgarsvæðinu voru boðaðar út og voru þær komnar upp í Esju á leið til mannsins þegar þyrla Landhelgisgæslunnar kom. Þrátt fyrir leiðindaveður og lítið skyggni náðu þeir að síga eftir manninum og flytja hann til aðhlynningar á Landspítalann í Reykjavík.

Comments Comments Off on Útkall F2 Gulur – slys í fjalllendi