Archive for the “Nýliðastarf” Category

Félagar sveitarinnar stóðu í ströngu síðastliðna helgi. Nýliðar fóru í vetrarferð þar sem gist var í snjóhúsum. Sleðaflokkur fór í æfingarferð í Bláfjöllum. Kristín og sporhundurinn Perla fóru á æfingu með leitarhundum SL á Ólafsfirði. Tveir meðlimir sjóflokks BSH voru á áhafnarnámskeiði björgunarskipa.  Einnig var  einn meðlimur sveitarinnar á fimm daga fagnámskeiði í fjallamennsku sem lauk á sunnudagskvöld.

Ísklifur í Villingadal á fagnámskeiði í fjallamensku

Comments Comments Off on Annasöm helgi hjá Björgunarsveit Hafnarfjarðar

TF-SIF flugvél LHG

TF-SIF flugvél LHG (mynd GBH)

Í dag fóru 12 nýliðar í umsjón sjóflokks að sigla á Bs.Einari Sigurjónssyni og Bb. fiskakletti. farið var stuttur hringur yfir í höfnina í kópavogi þar sem nýliðum var kennt alskyns hlutum s.s. að velta björgunarbátum , notkun björgunarnets og margt fleira. þaðan fór hópurinn í flugskýli landhelgisgæslunar þar sem skoðuð voru loftför hennar og starfsemi flugdeildar LHG var kynnt. þaðan var aftur siglt í Hafnarfjörðinn og voru allir komnir aftur í sjóbúðina um sexleytið

Nýliðar nota björgunarnet (Mynd Sigurður Magnússon)

Nýliðar nota björgunarnet (Mynd Sigurður Magnússon)

Comments Comments Off on Nýliðar á Sjó

Um síðustu helgi hélt Björgunarsveit Hafnarfjarðar námskeið í fjallamennsku fyrir þá nýliða sem hófu þjálfun sína í haust. Námskeiðið nefnist fjallamennska 1 og þar eru kennd grunnatriði í ferðalögum um fjallendi að vetri til. Sérstaklega er farið yfir notkun ísaxar og mannbrodda ásamt leiðarvali með tilliti til snjóalaga. Leiðbeinendur voru Ragnar Heiðar Þrastarson, undanfari í Björgunarsveit Hafnarfjarðar og Freyr Ingi Björnsson, yfirleiðbeinandi Björgunarskólans í fjallamennsku.

Mynd: Ragnar Heiðar Þrastarson

Námskeiðið fór fram við Skarðsmýrarfjall á Hellisheiði, en gist var í skátaskálanum Þrymheimum sem er í eigu skátafélagsins Landnema. Á föstudag og laugardag rigndi hressilega á hópinn sem varði stórum hluta helgarinnar úti undir berum himni. Á sjálfvirkri veðurstöð Veðurstofu Íslands á Ölkelduhálsi mældist úrkoma um 50 mm frá föstudegi til sunnudags. Til samanburðar má nefna að úrkoma í Reykjavík fyrir janúar 2013 var samtals 120 mm. Hópurinn þurfti því að vinda fötin sín vel.

Í framhaldi munu nýliðarnir sækja fleiri námskeið en einnig fá að spreyta sig meira í íslenskri náttúru þegar þeir fara í sjálfstæðar ferðir þar sem skipulag ferðarinnar er algjörlega í þeirra höndum. Nýliðaþjálfun lýkur svo á næsta ári með nýliðaprófi og formlegri inngöngu inn í Björgunarsveit Hafnarfjarðar.

Comments Comments Off on Nýliðar á fjallamennskunámskeiði

#15Fyrra kynningarkvöld fyrir nýliða í Björgunarsveit Hafnarfjarðar verður í kvöld 3. september og það síðara verður miðvikudagskvöldið 5. september klukkan 20 í húsi sveitarinnar að Flatahrauni 14.
Ef þig langar gera sjálfboðastarf björgunarsveitanna að lífstíl, vinna með hressu og skemmtilegu fólki að fjölbreyttum og krefjandi verkefnum þá áttu erindi til okkar.

Nýliðastarfið er fyrir alla þá sem fæddir eru árið 1995 eða fyrr.

Láttu sjá þig, við tökum vel á móti þér

Comments Comments Off on Nýliðastarfið að hefjast!

Þann 30. apríl fóru hetjurnar Atli, Egill, Telma, Sæmundur og Sigurður í ferð í blóðbankann á Snorrabraut.

Allir gáfu blóð, þótt Sigurður fór í prufu. Við viljum þakka starfsfólki fyrir góða ummönnun og fagmennsku…

Pæja kom einnig með og var hún hinn mesti skemmtikraftur, sérstaklega þegar hún reyndi að keyra bílinn.

Comments Comments Off on Blóðbankaferð þann 30. apríl

Félagar úr Björgunarsveit Hafnarfjarðar fóru í hópferð fyrir aðalfund síðastliðinn fimmtudag til þess að gefa blóð hjá Blóðbankanum.  Mikil vöntun hefur verið á blóði undanfarið og hvetjum við alla sem geta til að fara og gefa blóð.  Blóðgjöf er lífgjöf!

Gefum blóð.

Gefum blóð.

Comments Comments Off on Blóðgjöf