Flugeldasala

Björgunarsveit Hafnarfjarðar selur flugelda til almennings fyrir hver áramót.  Flugeldasalan er öflugasta fjáröflun sveitarinnar og ein sú mikilvægasta. Flugeldasalan er mannfrek, því að miklu magni af flugeldum þarf að koma yfir búðarborðið á skömmum tíma. Álagið er oftast mest eftir hádegið á gamlársdag en þá fer oft um 50% af sölunni fram. Það gefur augaleið að mikinn mannskap þarf til að salan geti farið örugglega fram. Á gamlársdag og 30. des. eru um 120 sjálfboðaliðar að störfum fyrir sveitina.

Salan er í föstum skorðum lögum samkvæmt. Útsölustaðir sveitarinnar eru opnir frá 28. des. til kl 16 á gamlársdag 31. des. Einnig er þrettándasalan opin 5. og 6. janúar.

Undirbúningur fyrir flugeldasölu hefst í febrúar þegar pöntun er gerð fyrir næstu áramót. Flugeldanefnd hittist svo aftur í október og byrjar að skipuleggja komandi vertíð. Í desember eru svo útsölustaðirnir settir upp. Bílageymslu sveitarinnar er þá breytt í risaútsölustað, tækjum og tólum komið í geymslu. Þó er reynt að haga hlutunum þannig að sveitin sé áfram útkallsfær.  Flugelda vertíðinni lýkur svo um miðjan janúar þegar frágangi er lokið.

Flugeldasala Björgunarsveitar 2019 er á eftirtöldum stöðum:

Risaflugeldamarkaður björgunarmiðstöðinni Kletti við Hvaleyrarbraut (aðkoma er frá Lónsbraut)

Flugeldamarkaður við Hval á Flatarhrauni

Tjarnarvellir í samstarfi við Hauka

Afgreiðslutímar:

28. des – 10 – 22
29. des – 10 – 22
30. des – 10 – 22
31. des – 10 – 16

Þrettándasalan verður dagana 5. og 6. janúar að Hvaleyrarbraut 32 (aðkoma frá Lónsbraut).

Sölustaðir flugelda

flugeldasala-2019-kort