Gæsla

Sveitin sinnir einnig sérhæfðum gæsluverkefnum. Þar sem tæki, búnaður og sérhæfð þjálfun sveitarinnar nýtist. Sveitin sinnir ekki gæslu á böllum eða þess háttar samkomum. Félagar sveitarinnar sinna þessum störfum sem öðrum í sjálboðavinnu fyrir sveitina og rennur innkoma vegna gæsluverkefna til reksturs sveitarinnar.

 

Sveitin hefur á undanförnum árum sinnt ýmis konar gæslu fyrir hina ýmsu aðila.

Gæsluverkefni fyrir Hafnarfjarðarbæ hafa alltaf verið einhver á hverju ári og var það stærsta hingað til á 100 ára afmæli Hafnarfjarðar 1. júní 2008.

Við tökur á kvikmyndinni Flags of our Fathers sumarið 2005 var sveitin með menn í sjúkra- og sjógæslu í rúma 2 mánuði í Sandvík og í Krísuvík.

 

Ef þig vantar aðstoð sveitarinnar til gæslustarfa. Vinsamlega hafðu samband með tölvupósti til  stjorn[hjá]spori.is