Jólatrjáasala

Sala jólatrjáa er önnur stærsta fjáröflun sveitarinnar. Sveitin hefur um langt árabil verið með útsölustað í Hvalshúsinu við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði. Hvalur hf hefur lánað sveitinni aðstöðuna endurgjaldslaust síðan 1992 en Hvalur hf hefur styrkt sveitina margvíslega frá upphafi björgunarsveitarstarfs í Hafnarfirði.

Jólatrjáasala Björgunarsveitar Hafnarfjarðar er opin dagana 12. til 23. des. Opnunartímar eru 10-22 um helgar og 14-22 virka daga. Ath að ekki er opið á aðfangadag.

Í jólatrjáanefnd eru:

Lárus Björnsson  lalli[hjá]spori.is

Kolbeinn Guðmundsson kolbeinn[hjá]spori.is

Jökull Guðmundsson jokull[hjá]spori.is

 

Fyrirspurnum um kaup á jólatrjám, jólagreinum, torgtrjám og trjám fyrir jólatrjáaskemmtanir  er hægt að senda á jolatre[hjá]spori.is