Neyðarkall

Ný fjáröflun eininga Slysavarnafélagsins Landsbjargar er “Neyðarkall frá björgunarsveitum”. Felst hún í sölu á lyklakippu með áföstum björgunarsveitarmanni/konu. Sl. tvö ár hefur salan farið fram fyrstu helgina í nóvember og hefur almenningur tekið sölufólki afskaplega vel.

Hagnaður af sölunni rennur til björgunarsveita, slysavarnadeilda og Slysavarnafélagsins Landsbjargar og verður hann notaður til að efla og styrkja starfið.
Í gegnum tíðina hefur almenningur haft mikinn skilning á störfum björgunarsveita enda veit fólk að þegar neyðarkall berst bregðast þær hratt við með allan sinn mannskap, búnað, tækni og þekkingu.
Sala Neyðarkalls er að öllu jöfnu fyrstu helgina í nóvember ár hvert.