Í gær fylgdum við félaga okkar henni Kristínu Gróu Gunnbjörnsdóttur eða Stínu eins og hún var alltaf kölluð hinsta spölinn. Stína lést eftir stutt veikindi þann 11. febrúar sl. Stína var öflugur félagi í Slysavarnadeildinni Hraunprýði og stóð ófáar vaktirnar í fjáröflunum og eins að hlúa að okkur félögunum þegar var komið í hús eftir erfið útköll. Einnig lét hún til sín taka í öðrum félagsmálum í Hafnarfirði. Stína var hrókur alls fagnaðar og alltaf á fullu spani. Sama hvað gekk á þá mættum við henni alltaf með bros á vör, já og bleikan varalit. Bleikur var liturinn hennar Stínu.
Elsku Stína nú ertu komin aftur í faðm eiginmanns þíns sem þú saknaðir sárt. Við munum sakna þín þar til við sjáumst næst.
Elsku fjölskylda Stínu við sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur til ykkar og biðjum engla og vættir alheimsins að vaka yfir ykkur og styrkja í sorginni.


Um 500 björgunarsveitamenn leita nú Birnu Brjánsdóttur. Frá Björgunarsveit Hafnarfjarðar eru að störfum um 40 manns, sem bæði eru úti á fjórum bílum, einu sexhjóli og í björgunarmiðstöðinni okkar Klett sem notuð er sem bækistöð fyrir leitarfólk þar sem það getur nærst og safnað kröftum.
Við viljum þakka öllum þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa lagt okkur lið með styrkjum í leitinni og gert okkur kleift að halda úti þessari öflugu leit.

21.01.2017

 


Þrettándasala Björgunarsveitar Hafnarfjarðar er opin fimmtudaginn 5. janúar frá 12:00-22:00 og föstudaginn 6. janúar frá 12:00-20:00. Þið finnið okkur við Hvaleyrarbraut 32 (ekið að Lónsbrautar megin).

Hlökkum til að sjá ykkur og takk fyrir stuðninginn :)

klettur


Kæru landsmenn!

Á morgun opnar flugeldasalan okkar, við verðum með þrjá sölustaði í ár.

Opnunartímar:

miðvikudagurinn 28. des frá kl. 10-22

fimmtudaginn 29. des frá kl. 10-22

föstudaginn 30. des frá kl. 10-22

Gamlársdag 31. des frá 9-16

Sölustaðir okkar eru:

Risaflugeldamarkaður í björgunarmiðstöðinni Kletti við Hvaleyrarbraut 32, aðkoma frá Lónsbraut.

sjá kort á ja.is

Í gamla björgunarsveitarhúsinu og gömlu slökkvistöðinni við Flatahraun 14.

sjá kort á ja.is

Í samstarfi við Hauka á bílastæðinu við Tjarnavelli.

sjá kort á ja.is


Nýliðakynningar Björgunarsveitar Hafnarfjarðar verða haldnar miðvikudaginn 31 ágúst og fimmtudaginn 1. september klukkan 20:00 í húsnæði sveitarinnar við Hvaleyrarbraut 32 (gengið inn Lónsbrautarmegin).
Í nýliðaþjálfun færð þú tækifæri á að byggja upp reynslu og þekkingu til að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni björgunarsveita.
Ef þú hefur áhuga á útivist, jeppamennsku, fjallamennsku, fjarskiptum, sjóbjörgun eða vélsleðum þá er þetta eitthvað sem þú vilt prófa. Nýliðastarfið er fyrir þá sem eru fæddir 1999 eða fyrr


Aðalfundur sveitarinnar verður haldinn þriðjudaginn 31. maí klukkan 18:30 í húsnæði sveitarinnar við Hvaleyrarbraut 32.
Dagskrá er samkvæmt lögum sveitarinnar.

Kveðja,
stjórn Björgunarsveitar Hafnarfjarðar


��