björgunarsveit Hafnarfjarðar (1)Í kvöld kl. 20:30 verður sölusýning á flugeldum hjá Björgunarmiðstöðinni Klett, Hvaleyrarbraut 32, Lónsbrautarmegin. Skotið verður upp við Lónið.

Þá erum við stolt að tilkynna að verð á flugeldum í ár eru þau sömu og í fyrra. 

Félagar eru minntir á kaffisamsætið kl. 21:00 í boði Slysavarnadeildarinnar Hraunprýði á 3. hæð.

Á Facebook síðu okkar er nú í gangi leikur með RISA flugeldapakka sem dregið verður úr í fyrramálið 30/12 kl. 11. Leikurinn er hér: https://www.facebook.com/bjorgunarsveit/

Við erum einnig í skemmtilegum Facebookleik í samstarfi við PEI og Hjálparsveit Skáta í Kópavogi, í vinning er stór gjafapakki. Leikurinn er hér: https://www.facebook.com/peigreidslur/


flugeldaFlugeldasala Björgunarsveitar Hafnarfjarðar 2018 fer fram dagana 28.-31. des. Árlega gefur sveitin út skemmtilegt blað þar sem sagt er frá starfi sveitarinnar undangengna mánuði. Blaðið er nú komið úr prentun og farið í póstdreifingu, blaðið ætti að detta inn um lúguna hjá öllum heimilum og fyrirtækjum í Hafnarfirði á morgun föstudaginn 28. desember. Margir hafa áhuga á blaðinu sem búa utan stór-Hafnarfjarðarsvæðisins og geta þeir glaðst því blaðið er einnig til í vefútgáfu og má nálgast það hér.

Flugeldasalan fer fram á 3 sölustöðum:
Björgunarmiðstöðin Klettur, Hvaleyrarbraut 32, neðri hæð (Lónsbrautar megin)
Gamla björgunarmiðstöðin/slökkvistöðin, Flatahraun 14
Sölustaður Vellir, Tjarnarvellir 1

Opnunartímar flugeldasölu verða:
föstudagur 28. des: frá kl. 10-22
laugardagur 29. des: frá kl. 10-22
sunnudagur 30. des: frá kl. 10-22
mánudagur, gamlársdagur, 31. des: frá kl. 9-16

Þrettándasalan verður í Kletti, björgunarmiðstöð 2 daga eftir áramót og eru opnunartímar sem hér segir:
5. jan frá kl. 14-22
6. jan frá kl. 10-20


RaggaÞann 22. desember barst okkur bréf frá Suðurpólnum. Ragnheiður Guðjónsdóttir félagi í Björgunarsveit Hafnarfjarðar til margra ára og fyrrum formaður bílaflokks sendi okkur skeyti um að hún væri komin á Pólinn. Ragga er kjarnakona og er hún fyrsta íslenska konan til að keyra á Suðurpólinn, með 3000km að baki og nærri búin að krossa heimsálfuna til að komast þangað. Ragga er á Pólnum á vegum Arctic Trucks og ferðast hópurinn á þremur Toyota Hilux, einum 4×4 bíl og tveimur 6×6 bílum, tilgangurinn er að fylgja eftir 6 manna skíðahópi frá Tævan.

Ragga er svo gott sem alinn upp í sveitinni en og eins og hún sagði sjálf frá þá var það jeppabrasið í björgunarsveit Hafnarfjarðar sem kom henni alla leið á Suðurpólinn. Við erum stolt af að eiga í okkar ranni slíkan öflugan félaga sem valdir eru til að sinna mikilvægum og einstökum verkefnum. Enn stoltari erum við að Raggi hafi tekið með sér fána sveitarinnar og flaggað honum á Suðurpólnum, sveitinni til heiðurs.

Eins og Ragga sagði sjálf í skeytinu til okkar:
“Sendi ykkur mínar bestu kveðjur héðan af Suður pólnum og auðvitað tók ég fánan okkar með.
Ég tók hann með af gildri ástæðu, ekki bara að ég sé félagi í Björgunarsveit Hafnarfjarðar. Heldur fyrir 10 árum byrjaði ég mitt jeppa bras hjá sveitinni. Þetta bras kom mér hingað, á Suður pólinn.
Og nú er ég fyrsta Íslenska konan til að keyra á suður pólinn með 3000km að baki og er nærri búin að krossa heimsálfuna, fram og til baka.

….. Í dag hef ég verið á ferðalagi herna í 47 daga af 62 dögum. Styttist óðum í heimkomu.”

Ragga er ekki bara björgunarsveitamaður heldur sjúkraflutninga- og slökkviliðsmaður. Arctic Trucks eru heppnir að hafa fengið hana með í ferðina. Eins mikil kjarnakona og Ragga er þá er þetta eflaust ekki það síðasta sem þið fáið að heyra af henni. Við erum glöð að vita að hún er lögð af stað heim og hlökkum til að fá hana aftur.

ragga6 ragga5 Ragga4 ragga3 ragga2 Ragga

 


Áramótablað 2018 er farið í prent

Áramótablað 2018 er farið í prentun

Í aðdraganda hátíðinna er mikið um að vera í sveitinni einkum tengt fjáröflunum. Við rötum í fjölmiðla sem fjalla um starf okkar og fjáraflanir af einlægum áhuga og fjalla skemmtilega um starf okkar. Fyrr í vikunni fjallaði Mbl.is um jólatrjáasöluna og birtum við það hér neðar.

Fjarðarpósturinn heimsótti okkur á dögunum og fengu myndir úr starfi og tóku saman skemmtilega umfjöllun sem birt var á vef þeirra í dag: http://fjardarposturinn.is/utkall-fjorda-hvern-dag/  Þá var líka grein í prentuðu útgáfu blaðsins, blaðið er 47.tbl. 36.árg.

Guðni í Fjarðarfréttum kíkti einnig til okkar nýlega og tók viðtal við formann okkar Gísla Johnsen og fékk myndir bæði úr starfi og jólatrjáasölunni. Viðtalið er birt í Jólablaði Fjarðarfrétta, blaðið er 47. tbl, 16. árg.

Við erum þakklát báðum miðlum fyrir að sýna starfi okkar og fjáröflunum slíkan stuðning. Að sjálfsögðu bjóðum við öllum áhugasömum að fylgjast með daglegum rektri okkar á Facebook síðunni Björgunarsveit Hafnarfjarðar.

Okkar eigin árlega Áramótablað er þegar farið í prentun, 10.300 eintök,  og mun Pósturinn sjá um að dreifa blaðinu inn á hvert heimili og fyrirtæki í Hafnarfirði dagana 27.-28. des næst komandi. Ekki láta Áramótablð 2019 framhjá þér fara.


logo.gifÚtkall barst í morgun 9:56, leit á höfuðborgarsvæðinu. Leitarhópur og sporhundahópur brugðust hratt við og fóru strax af stað. Hinn týndi kom í leitirnar innan hálftíma frá að útkall barst. Aðgerð var lokið 10:27.jolatre_med_opnunartimaJólatrjáasala vetrarins er komin á fullt. Salan hófst miðvikudaginn 12. des á hádegi og stendur fram á Þorláksmessukvöld.

Jólatrjáasalan er í Hval, á horni Flatahrauns/Reykjavíkurvegar, þar sem við höfum verið um árabil. Salan er starfrækt af sjálfboðaliðum sveitarinnar og með meðbyr frá velunnurum líkt og Hval ehf., Húsamiðjunni, Te & Kaffi ásamt fleirum. Kaffi og kakó á könnunni og piparkökur til að gefa tóninn fyrir hátíðarnar.

Opnunartími einstöku jólatrjáasölunnar er:
Virka daga : 13:00 – 21:30
Laugardaga og sunnudaga : 10:00 – 21:30

Í desember fara fram fjáraflanir sveitarinnar fyrir komandi ár. Við seljum falleg, einstök jólatré í upphafi mánaðar og flugelda í lok árs. Þessar fjáraflanir sem og salan á Neyðarkallinu í nóvember er það sem heldur sveitinni útkallshæfri, sér okkur fyrir endurnýjun á búnaði og rekstri tækja okkar. Að sögn sveitarmeðlima er jólatrjáasalan ein skemmtilegasta fjáröflunin okkar því þátttakan fylli fólk af jólaanda og náungakærleik, þvílík jákvæð orka streymi frá viðskiptavinum okkar. Við erum Hafnfirðingum og öðrum nærsveitungum afar þakklát fyrir velvildina sem okkur er sýnd og meðbyrinn sem við finnum.

auglysing_jolatre

Við fengum óvæntan gest í söluna til okkar á föstudaginn þegar Forseti Íslands, Guðni Th, Jóhannesson, mætti ásamt fjölskyldu og valdi sitt jólatré. En Guðni er einmitt verndari Slysavarnafélagsins Landsbjargar og einn af okkar bakhjörlum. Krakkarnir voru kátir með tréð sem þau völdu með foreldrum sínum.

Félagi okkar Ómar Örn tók upp skemmtilegt myndband í jólatrjáasölunni um helgina sem sýnir vel hversu falleg einstöku trén eru í ár og hversu skemmtilegt börnunum þykir að koma og velja sitt eigið tré. Myndbandið má sjá hér á efnisveitu okkar á Facebook. Munið að smella “like” á okkur þar og fylgjast með fréttum úr starfi okkar.

Þá rötuðum við í fréttirnar en Morgunblaðið fjallaði um jólatrjáasölu í gærkvöldi.

Þið fáið einstakt jólatré í Hval, jólatrjáasölu Björgunarsveitar Hafnarfjarðar.

 

 


��