Starfið

Reglulegt starf sveitarinnar hefst að jafnaði í september á hverju ári og er formlegu starfi yfirleitt lokið um miðjan maí. Þó er sjómannadagurinn og hálendisgæsla á dagskrá sveitarinnar yfir sumarið.

Sveitin hittist á mánudögum en þá eru fundir og vinnukvöld flokka. Sjóflokkur hittist á þriðjudögum í sjóbúð. Miðvikudagar eru ætlaðir fyrir námskeið og ferðir nýliða. Unglingadeildin Björgólfur kemur saman á þriðjudögum.

Stjórnarfundir eru haldnir að jafnaði fyrsta og þriðja þriðjudag í mánuði frá september til loka maí.

 

Starf sveitarinnar miðar að því að undirbúa félaga hennar fyrir útköll af öllu tagi. Sá undirbúningur er fjórþættur:
-Líkamleg og andleg þjálfun.
-Þjálfun í notkun á búnaði og tækjum
-Þjálfun í samvinnu við aðra félaga og aðrar sveitir
-Viðhald búnaðs og tækja í eigu sveitarinnar.

Þó að hópar og flokkar starfi oftast hver á sínum vettvangi eru þessi atriði höfð að leiðarljósi.

Með því að smella á nöfn flokka/hópa hér til vinstri er hægt að fræðast nánar um starfssvið þeirra og sjá upplýsingar um tækjakost sveitarinnar.