Fjarskiptahópur

Fjarskiptahópur Björgunarsveitar Hafnarfjarðar hefur verið starfandi frá árinu 2009. Hópurinn starfar aðalega að sem tæknilegur stuðningur við aðgerðir á Íslandi og þá aðalega í björgunar- og neyðarfjarskiptum. Auk þess er hópurinn hluti af Alþjóðabjörgunarsveit Landsbjargar sem er vottuð af Sameinuðu Þjóðunum (SÞ).

Formaður hópsins er Ingólfur Haraldsson. Hópstjóri hópsins hjá Alþjóðabjörgunarsveit Landsbjargar er Lárus Björnsson.

Menntun og hæfni
Hópurinn vinnur markvisst að menntun björgunarmanna hópsins. Stærri námskeið sem mælst er til að björgunarmenn búi yfir:

 • Björgunarmaður 1 (Landsbjörg)
 • Amatör námskeið og amatör próf (ÍRA)
 • Fagnámskeið í fjarskiptum (Landsbjörg)
 • Wilderness First Responder (Landsbjörg & Medical Associaties) eða EMT
 • Aðgerðastjórnun
 • Önnur starfstengd fagþekking. Innan raða hópsins eru rafvirkjar, rafeindavirkjar, verkfræðingar, flugmenn o.fl.

Stærri útköll frá stofnun:
Hópurinn hefur tekið þátt í útköllum innanlands og utan frá stofnun. Stærri útköll hópsins eru m.a.

 • Haíti 2010 (ÍA)
 • Skálpanes 2010
 • Eldgos í grímsvötnum 2011
 • Filippseyjar 2012
 • Leitin að Danial Hought Fimmvörðurhálsi 2013
 • Leit að týndum, Heydalur 2013
 • Órói í Bárðarbungu 2014, viðgerð á endurvarpa
 • Ebólufaraldur í Sierra Leone 2015
 • Jarðskjálfti í Nepal 2015
 • Aðstoð vegna flóttamannavanda 2015

Stærri æfingar frá stofnun:
Hópurinn æfir reglulega ýmsa þætti í starfinu en 1-3 á ári eru stærri æfingar eru haldnar árlega.

 • Voræfing 2011 (Ísland með ÍA)
 • MODEX 2012 (Danmörk með ÍA)
 • Haustæfing 2012 (Ísland með ÍA)
 • SAREX 2012 (Grænland)
 • SAREX 2013 (Grænland)
 • Haustæfing 2013 (Ísland með ÍA)
 • MODEX 2014 (Danmörk með ÍA)
 • Voræfing 2015 (Ísland með ÍA)

Búnaður:
Hópurinn býr yfir tveimur stjórnstöðvum með fulkomnum fjarskiptabúnaði sem hægt er að setja upp í óbyggðum eða á skaðasvæði. Hvor eining inniheldur m.a.

 • Fjarskipti
  • VHF
  • HF
  • VHF handstöðvar
  • Tetra
  • Bgan (internet um gervihnött)
  • Gervihnattasíma (símtöl og lághraða internet).
  • GSM, 3G
  • VHF endurvarpi
  • VHF-Tetra gátt
 • Stjórnstöð
  • PC fartölvur
  • Tússtöflur
  • Skrifstofubúnað
  • Prentara, ljósritun og skanna
  • Þráðlaust net, minnislykla o.fl.
  • Helsta hugbúnað, s.s. ritvinnslu, kortaforrit, aðgerðagrunn o.fl.
 • Búnaður
  • Rafstöð
  • Rafhlöður og sólarsellur
  • Tjald, stólar, borð og ljós
  • Skjávarpi
  • Verkfæri

Myndir frá starfi:

Sjá fleiri myndir Sjá fleiri myndi