Landflokkur

Landflokkur

Landflokkur er eining sem heldur utan um allan mannskap Björgunarsveitarinnar sem starfar á landsviði. Innan landflokks starfa sérhæfðir hópar sem allir starfa mestmegnis á landi. Þeir eru sjúkrahópur, leitarhópur og undanfarahópur. Einstaklingar innan þessara hópa eru þó engan vegin bundnir landflokk, heldur geta þeir einnig starfað með öðrum flokkum. Formaður landflokks hefur yfirumsjón með þjálfun og upprifjun landflokks.

Núverandi formaður landflokks er Aðalsteinn Valsson.

Hópstjóri leitarhóps er Hafrún Helga Haraldsdóttir

Hópstjóri sjúkrahóps er Vigdís Agnarsdóttir.

Hópstjóri undanfara er Bergur Einarsson.

Allir fullgildir félagar í Björgunarsveit Hafnarfjarðar geta starfað í landflokk.