Nýliðastarf

Nýliðastarf í Björgunarsveit Hafnarfjarðar er fyrir alla áhugasama, stelpur og stráka 17 ára og eldri.

Starfið hefst á haustin og tekur yfirleitt 18 mánuði. Á þessu tímabili hittast nýliðar eitt kvöld í viku á námskeiðum og fyrirlestrum, það er farið í helgarferðir og dagsferðir og nýliðar kynnast starfi sveitarinnar út í gegn. Til að gerast fullgildur félagi þarf að ljúka öllum námskeiðum sem Slysavarnarfélagið Landsbjörg skilgreinir sem björgunarmann 1 (sjá nánar á www.landsbjorg.is) auk námskeiðanna Fyrsta hjálp II og valnámskeiðs að eigin vali. Sumir taka sér lengri tíma en 18 mánuði til að ljúka þjálfuninni.

Þegar líður á nýliðaþjálfunina fara nýliðar að starfa meira og meira með í almennu sveitarstarfi. Nýliðar fara þó ekki í útköll.

Það þarf ekki að eiga neinn sérstakan búnað til að taka þátt í nýliðastarfinu og það er hægt að fá lánað ýmislegt sem til þarf hjá björgunarsveitinni. Námskeið og ferðir eru á kostnað björgunarsveitarinnar en nýliðar borga sjálfir kostnað vegna uppihalds.

Fyrirspurning vegna nýliðastarfs er hægt að beina til stjórnar sveitarinnar sem hefur netfangið stjorn[hjá]spori.is

Næst verða teknir inn nýliðar haustið 2016