Nýliðaþjálfun 2016-2018

Nýliðaþjálfun 2016-2018, skemmtilegur og lærdómsríkur tími Eftir því sem árin liðu fór ég að sjá eftir því að hafa aldrei gengið til liðs við björgunarsveit. Í gegnum tíðina hafði ég stundað töluverða útivist og elskaði ævintýramennsku. Ég var í nokkuð góðu formi og sá því fram á að geta gefið Read more…

Veðurfræði fyrirlestur

Miðvikudaginn 28. nóv síðast liðinn kl.19:30 flutti Bergur Einarsson, undanfari og Jökla-og jarðeðlisfræðingur fyrirlestur um veðurfræði. Fyrirlesturinn var haldinn í húsi okkar Björgunarmiðstöðinni Klett og var skyldunámskeið fyrir nýliða og áhugaverð upprifjun og umhugsunarefni fyrir aðra félaga. Við þökkum Berg kærlega fyrir góðan og áhugaverðan fyrirlestur.

Fyrsta hjálp um liðna helgi

Fyrsta hjálp 1 og 2  var kennd um liðna helgi. Björgunarsveitin kom saman á Úlfljótsvatni og fór í gegnum tvö námskeið, Fyrstu hjálp 1 og 2.  Umsjón með helginni hafði Vigdís sem er ein af okkar reyndustu Fyrsta hjálpar manneskjum og leiðbeinandi í fræðunum. Nýir meðlimir fóru í gegnum námskeiðin Read more…

Kjötsúpudagur vetrarins

Félagar athugið sunnudaginn 4. nóv kl. 14 er ætlunin að hittast og græja slatta af kjötsúpu. Kjötsúpan verður fryst fyrir komandi vetur og hægt að nýta hana í útköllum, ferðum og fleira. Fátt gefur meiri kraft en alvöru íslensk kjötsúpa. Nánar um viðburðinn á félagsvef okkar á Facebook.

Æfing í notkun fluglínutækja

Að kvöldi þriðjudags 16, október var Sjóflokkurinn okkar með námskeið fyrir alla félaga sem hét “Kennsla og notkun Fluglínutækja”. Námskeiðið var haldið fyrir utan höfuðstöðvar okkar, Klett. Farið var í gegnum uppsetningu á fluglínutækjunum, notkun þeirra og helstu veikleika og styrkleika búnaðarins. Fluglínutæki er eitt af elstu björgunartækjum sem notað er Read more…

Nýir leitarkafarar

Seinustu tvær helgar hefur verið nóg um að vera í Njarðvíkurhöfn en kafarar frá SL hafa verið þar á leitarköfunarnámskeiði. Nokkur ár eru síðan að seinast var haldið námskeið í leitarköfun og því kærkomið að fjölga aðeins í hópunum og fá inn nýja meðlimi. Að þessu sinni tóku tveir kafarar Read more…

Sporhundanámskeiði lokið

Perla að spora, mynd Alis Dobler Dagana 18.-20. apríl s.l. hélt BSH sporanámskeið fyrir hundamenn og teymi. Leiðbeinandi var Alis Dobler hundaþjálfari frá Sviss með menntun frá GAK9 í Bandaríkjunum. Námskeiðið var haldið í Hfn og nágrenni. 6 hundateymi tóku þátt og 4 áhorfendur voru með allan tímann auk þess Read more…

Sporanámskeið 18.-20. apríl 2015

Dagana 18.-20. apríl n.k. verður sporhundaþjálfari á landinu á vegum Björgunarsveitar Hafnarfjarðar frá GAK9 (USA) og K-9 SEARCH & RESCUE ASSOCIATION (K-9 SRA) í Sviss. Á námskeiðinu verður einkum farið í sporaleit á fjölförnum svæðum sbr. innanbæjarleitir með áherslu á „trailing“ þjálfun eða sporrakningu á hörðu yfirborði. Áhersla er lögð Read more…

Önnur annasöm helgi hjá BSH

Nokkuð var að gera um þessa helgi hjá Björgunarsveit Hafnarfjarðar. Tækjamót SL var haldið í Hvanngili og  fóru 11 manns á 2 sveitarbílum og að auki á nokkrum einkabílum á mótið. Í hópnum voru  sex sleðamenn, tveir á fjórhjólum og svo var einn jeppahópur. Farið var úr húsi á föstudeginum Read more…

Annasöm helgi hjá Björgunarsveit Hafnarfjarðar

Félagar sveitarinnar stóðu í ströngu síðastliðna helgi. Nýliðar fóru í vetrarferð þar sem gist var í snjóhúsum. Sleðaflokkur fór í æfingarferð í Bláfjöllum. Kristín og sporhundurinn Perla fóru á æfingu með leitarhundum SL á Ólafsfirði. Tveir meðlimir sjóflokks BSH voru á áhafnarnámskeiði björgunarskipa.  Einnig var  einn meðlimur sveitarinnar á fimm Read more…